Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 30

Morgunn - 01.06.1965, Page 30
24 MORGUNN hjá þeim Cook-hjónum. Bernska hans var ekki viðburðarík, að því undanteknu, að vagga hans hreyfðist oft án sýnilegra orsaka, eins og honum væri vaggað með ósýnilegum höndum. Þegar Home var níu ára gamall fóru fósturforeldrar hans með hann til Ameríku og settust að í Grenville í Connecticut. Daniel ólst nú upp á heimili Cook-hjónanna og vakti snemma á sér athygli. Hann hafði þrálátan hósta og féll stundum í yfirlið, og hafði það einkenni berklasjúklinga, að hann var ýmist dapur og niðurdreginn eða það lá skínandi vel á hon- um. Það var því útilokað, að hann gæti tekið þátt í íþróttum með öðrum drengjum eða stundað reglulega skólagöngu. Hann var músíkalskur og ætið reiðubúinn að ljá lið sitt á samkomum með því að syngja lög og sálma. Hann hafði ákaflega viðkvæmar taugar. Hann var bráðþroska í tali og hafði mikla tilhneigingu til að fara með viðkvæm, trúarleg vers og vísur og þylja hugvekjur um synd og dauða. Fyrst náðu Meþódistar þorpsins Daniel í söfnuð sinn. En frú Cook mótmælti svo kröftuglega, þegar hún sá hin skað- vænlegu áhrif, sem trúvakningaraðferðir þeirra höfðu á hinn tauganæma fósturson hennar, að það tókst að fá hann til að yfirgefa þá, en eftir það gekk hann í söfnuð Congre- gationalista svokallaðra. Eitt af því, sem Daniel hafði mesta unun af, var að reika um úti í skógum „íhugandi í þögninni fegurð hins vaxandi gróðurs", eins og hann komst einhvers staðar að orði, og hugsa um dauðann. Ekki var þetta þó sjúklegt, heldur öllu fremur barnsleg forvitni. Oft var drengur með honum, er Edwin hét, og komu þeir sér að lokum saman um, að sá þeirra, er fyrr andaðist, reyndi að láta hinn vita af sér. Þetta varð orsökin að fyrstu sýn Daniels, en hann var þá þrettán ára. Þótt vitranir og dulræn reynsla væri ofarlega á baugi hjá fjölskyldu Daniels, þá kom talsvert á þau frænda hans og frænku, þegar hann bað þau að koma til herbergis síns nótt eina árið 1846 og skýrði þeim frá því, að hann væri rétt ný-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.