Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 62

Morgunn - 01.06.1965, Side 62
56 MORGUNN að allir séu á einu máli um það, að hinn ósýnilegi hlutinn sé öllu þýðingarmeiri. Þar á minnið sæti, sjálfsmeðvitundin og allir þeir eiginleikar skapgerðarinnar, sem greina hvern ein- stakling frá öðrum. Og við megum ekki láta ginnast af þeirri yfirborðskenndu skoðun, að sálareigindir mannsins eigi sina rót að rekja til líkamans. Sú fullyrðing er ósönnuð með öllu. Rökfræðilega séð, er engin ástæða til að ætla, að hinn ósýni- legi hluti mannsins hætti að vera til um leið og líkaminn deyr. Hitt er aftur á móti mikið álitamál, hvort ekki hljóti að eiga sér stað veruleg breyting á persónuleikanum, samfara því að hann losnar úr tengslum við líkamann. Hvaða skoðanir, sem við aðhyllumst um samband sálar og líkama, er ekki unnt að loka augunum fyrir þeirri augljósu staðreynd, að það samband er mjög náið og að miklum hluta ævinnar verjum við til þess að sjá fyrir þörfum líkamans. Svipmót okkar og framkoma mótast ekki svo lítið af siðum og venjum varðandi fatnað og hreyfingar, snyrtingu og líkamsútlitið sjálft. Líkamsfegurð ræður miklu um mótun skapgerðar og persónuleika, og ekki síður hitt, ef maður er sérstaklega ófríður eða vanskapaður. Þegar haft er í huga, hve mikinn þátt líkaminn á í því að móta persónuleikann á margbreytilega vegu, verður óneit- anlega dálítið erfitt að hugsa sér persónuleikann án líkam- ans. Við þekkjum fólk að verulegu leyti á ytra útliti þess. Er þá ekki sennilegt, að vandkvæðum kunni að verða bundið að kannast við það í líkamalausri tilveru? Svona spurningar vakna eðlilega, þegar við lítum á per- sónuleikann frá okkar jarðbundna sjónarhóli. Okkur verður það svo að segja ósjálfrátt, að finnast líkaminn vera orsök sálareinkenna okkar og sálarástands. En gleymum því ekki, að það er andinn, sem hugsar um líkamann og sér fyrir þörf- um hans, en ekki hið gagnstæða. Eigi að síður er þó líkam- inn hluti persónuleikans, og líkamsdauðinn virðist skerða þann persónuleika svo mjög, að menn geta jafnvel dregið það í efa, að unnt sé að þekkja hann og kannast við hann, eftir að hann er algjörlega laus við líkamann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.