Morgunn - 01.06.1965, Side 86
80
MORGUNN
nú. Kjarnorkurannsóknirnar hafa sýnt okkur, hve ótrúlega
langt er unnt að komast. Og þær rannsóknir hafa sýnt okk-
ur fram á réttmæti þess að vænta megi mikils af markviss-
um rannsóknum á öllum þeim sviðum, sem menn á annað
borð vilja kanna og þekkja.
Spurningin er því aðeins um það, hve sterkan og einlægan
vilja við höfum á því að afla þekkingar á innsta kjarna sálar-
fræðinnar. Við komumst ekki undan því að gera samanburð
á sálarrannsóknunum og kjarnorkurannsóknunum. Og þess
vegna spyr ég: Erum við reiðubúnir til þess að láta rann-
sóknir mannssálarinnar sitja í fyrirrúmi, svo sem nauðsyn-
legt er? Gerum við okkur fyllilega ijóst, hvers virði það er
að afla þekkingar á innsta kjarna mannsins, svo að unnt
verði að framkalla hjá honum það siðferðisþrek og þá þegn-
skapartilfinningu, að enginn þurfi framar að óttast sam-
borgara sína?
f vissum skilningi stendur nú yfir hörð keppni á milli
kjarna mannsins og kjarna efnisins. Við verðum að taka
ákvörðun um, hvort það á að verða atomorkan eða sálarork-
an, sem rannsóknunum skuli einkum beint að í framtíðinni
og hvort þetta skuli verða höfuðmarkmið vísindanna á næstu
áratugum. Vafalaust verður hvorutveggja fullur gaumur
gefinn. Hér er ekki um neina grundvallar andstöðu þessara
tveggja vísindasviða að ræða. Spurningin er a'Seins um það,
hvort vísindalegum rannsóknum á hinum manrdegu vanda-
málum verði nœgilega fljótt komiS í þaS horf, aS unnt verSi
aS forSa mannkyninu frá háskálegri misnotkun á hinum stór-
kostlegu uppfinningum á sviSi efnisins, sem vísindin hafa veriS
og eru enn aS hrinda af staS. Ekki virðist nein fjarstæða að
ætla, að svipmót menningarinnar á næstu árum og þjóðfé-
lagsleg þróun um ófyrirsjáanlega framtíð kunni að verða
undir því komin, hversu skjótt höfuðathygli og meginrann-
sóknum vísindanna verður fyrir alvöru beint að sál manns-
ins.“