Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 29

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 29
MORGUNN 23 En áður en við snúum okkar að afstöðu Dickens skulum við rifja upp hvers konar miðill Daniel Dunglas Home var; styðst ég hér við bók þá, er rithöfundurinn Jean Burton skrifaði um hann, en hún ber nefnið Heyday of a Wizard eða Blómaskeið töframanns. Daniel Dunglas Home var fæddur nálægt Edinborg í Cur- rie-þorpi 20. marz 1833, þirðja barn Williams Homes og konu hans Elisabetar McNeal. Foreldrarnir voru bæði frem- ur óvenjulegar manneskjur. Móðir hans var skyggn; faðir hans var ekki viðurkenndur ættingi, en þó skyldur hinni gömlu aðalsætt, er bar Home-nafnið, og kenndi sig við Dunglas. Eftir því, sem Home hélt fram, var faðir hans launsonur tíunda jarlsins af Dunglas, og þessu bar viðkomandi fólk ekki á móti. Nafnið er skrifað Home, en Skotar yfirleitt og einnig hann sjálfur báru nafnið fram ýmist Hoom eða Hume. Hér mun vera um sömu aðalsætt að ræða og fyrrverandi forsætisráðherra Breta er kominn af, Home lávarður, sem að vísu afsalaði sér lávarðstign til þess að geta átt sæti í Neðri deild, eins og kunnugt er. Ættarnafn móður hans var McNeal áður en hún giftist; hún var af Háskotum komin og skyggni var ættgengi í henn- ar ætt. Sjálf var hún skyggn eða forspá, og kom sú gáfa fram á fremur óskemmtilegan hátt; hún sagði nefnilega aðallega fyrir dauða frænda og vina. Daniel var þannig miðilsgáfan meðfædd eða arfgeng, og vakti það því minni furðu en ætla mætti, að frá því að hann var f jögurra ára gat hann lýst at- burðum, sem voru að gerast í mikilli fjarlægð. Hann gerði þetta á þann hátt, að engu var líkara en hann sæi hlutina gerast rétt fyrir framan sig. Vanalega var það eitthvað dap- urlegt eða sorglegt, sem hann lýsti. Hinn mikli aðdáandi Swedensborgs og vinur Emersons, dr. Garth Wilkinson sagði Daniel til afsökunar: „Það var ekki honum að kenna. Hann sá þetta, hvort sem honum líkaði betur eða verr.“ Af einhverjum ástæðum tók frænka Daniels, frú Mary McNeal Cook hann til sín ársgamlan og ólst hann síðan upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.