Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 60
Arthur W. Osborn:
Framhaldslíf.
☆
Ein þeirra spurninga, sem sífellt leitar á, vegna þess hve
nátengd hún er lífi hvers einasta manns, er þessi: Höldum
við áfram að lifa eftir líkamsdauðann? Þeim, sem svara
spurningunni játandi, má einkum skipta í þrjá flokka. 1
fyrsta lagi eru það hinir trúuðu, sem byggja svarið á kenn-
ingum trúarbragðanna. 1 öðru lagi þeir, sem heimspekileg
hugsun hefur leitt til þeirrar niðurstöðu. 1 þriðja lagi þeir,
sem sannfærzt hafa fyrir eigin reynslu eða annarra í sam-
bandi við sálarrannsóknir og dulræn fyrirbæri. Hinir, sem
neita, eru að sjálfsögðu efnishyggjumennirnir, sem eru
sannfærðir um, að lífið sé aðeins efnislegt fyrirbæri. Þar að
auki eru svo þeir, sem enga skoðun hafa getað myndað sér
í málinu.
Þegar við virðum nánar fyrir okkur þessa spurningu,
verður að byrja á því að gera sér glögga grein fyrir því, hvað
í henni felst. Algengt er, að menn leggi þá merkingu í orðið
,,framhaldslíf“, að það sé aðeins áframhald þess jarðneska
lífs, sem í rauninni er svo nátengt líkamanum og þörfum
hans, að menn hafa jafnvel í fullri alvöru látið sér detta í
hug, að það sem við köllum sál mannsins eða persónuleika,
sé beinlínis framleitt af honum og í honum til orðið.
Ef hér væri rétt á litið, hvíldu líkurnar fyrir slíku fram-
haldslífi á veikum grundvelli. Þá lægi næst að halda, að það
sem kynni að geta varað um stund, eftir líkamsdauðann,
væri aðeins óljós endurminningaslitur, líkt og glóð á skari,
eftir að ljós er slökkt, eða bergmál hljóms, sem er þagnaður.
En ef sál okkar og persónuleiki á ekki rót sína að rekja til
líkamans, heldur er sem neisti af alheimslífinu og alheims-