Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Síða 22

Morgunn - 01.06.1965, Síða 22
16 MORGUNN hann fyrir sér með nokkurri óbeit og kvíða, en eftir andar- tak hafði hún sameinazt honum og var aftur orðin eins og hún átti að sér. Hún segir, að jafnan þegar hún fer úr líkamanum, sé það svipað í öllum aðalatriðum. Hún kveðst geta séð sig í hinum nýja líkama, og hún finni til, framkvæmi og hugsi á líkan hátt og þegar hún sé í jarðneska líkamanum. Hún segir: „Það verður í rauninni engin breyting á mér önnur en sú, að ég get þá lesið hugsanir annarra. Maður vakir í astral- líkamanum alveg eins og maður vakir í efnislíkamanum. Og ekki verður heldur nein breyting á minnishæfileikanum. Ég mundi allt um fortíð mína í jarðlíkamanum. Og ég var þess fullkomlega vör, að ég væri nákvæmlega sú sama og áður. Ég mundi hvert smáatvik, sem gerzt hafði fram til þeirrar stundar, er ég kom í astrallíkamann." Og hún heldur áfram og segir: „Sumir hinna nýdánu eru þegar í stað færir um að gera sér fulla grein fyrir ástandi sínu, alveg eins og ég, þegar ég fer úr líkamanum. Aðra grunar að vísu óljóst, að eitthvað einkennilegt hafi komið fyrir þá, en neita gjörsamlega að viðurkenna, að þeir séu dánir. Og til þess að geta því betur lokað huganum fyrir þessu, halda þeir af ásettu ráði áfram sama starfinu og þeir höfðu í jarðlífinu ... Meiri hluti þeirra er svo ruglaður, að þá grunar ekki einu sinni þá breytingu, sem á er orðin ... Alls staðar á ferðum mínum varð ég vör við þetta fólk, sem flutt var yfir landamærin. Það er í stórhópum á götum borganna, er ýmist að fara þar inn í hús eða koma út úr þeim. Það er í jámbrautarlestunum og á skipunum. 1 stuttu máli: Hvarvetna þar sem dauðlegir menn eiga heima, eru framliðnir einnig á ferð.“ Reynsla þeirra, sem geta um stund horfið úr líkamanum, er í grundvallaratriðum mjög lík því, sem menn verða varir við í ýmsum draumum og ennfremur mörgu því, sem fram kemur á miðilsfundum og talið stafa frá hinum framliðnu sjálfum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.