Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 85
MORGUNN
79
öllum þeim, og þá ekki sízt þeim prestum, sem spíritisma og
sálarrannsóknum eru hlynntir, — eða reka þá beinlínis það-
an út. Sennilega verða undirtektir þjóðarinnar svipaðar og
fyrr. Og skyldi ekki verða anzi fámennt innan veggja í mörg-
um kirkjunum, eftir slíka hreinsun?
Ég hef nýlega lesið harla athyglisverða og
1 saar merkilega bók eftir hinn heimskunni dul-
rannsoknanna. sálfræðing (parapsycholog) J. B. Rhine pró-
fessor við Duke háskólann í North-Carolina í Bandaríkjun-
um og forstöðumann rannsóknarstofnunarinnar í dulsálar-
fræðum við þann skóla (Parapsychology Laboratory). Bók-
in nefnist á ensku The Reach of the Mind, er ef til vill mætti
á íslenzku nefna StarfssviS sálarinnar. Hinar víðtæku tilraun-
ir, er hann hefur stundað og veitt forstöðu um fjölda ára,
hafa sannfært hann um, að þetta starfssvið sé miklu víðtæk-
ara en menn hafa haldið eða viljað viðurkenna. Það sé eng-
an veginn takmarkað við skynfæri líkamans né heldur af
tíma og rúmi í venjulegum skilningi þeirra orða. Og ekki
virðist það heldur samræmast né lúta lögmálum efnis-
heimsins.
Þessar rannsóknir prófessorsins renna ekki aðeins sterk-
um stoðum undir framhaldslífið, þar sem þær sýna að
mannssálin getur þegar í þessu lífi starfað og skynjað án
hjálpar líkamans, heldur telur hann, að þessar rannsóknir
muni eiga eftir að valda gjörbyltingu í samskiptum manna
og þróun menningarinnar í framtiðinni. Hann lýkur bók
sinni með þessum orðum:
„Það er ótrúlegt en satt, að við vitum nú meira um frum-
eindir efnisins en um sálina sjálfa, sem þeirrar þekkingar
hefur aflað. Og jafnvel þótt við vissumJielmingi minna um
mannssálina en eðlisfræðingarnir vita um innsta kjarna efn-
isins, mundum við að öllum líkindum vita nægilega góð skil
á meginlögmálum sálarlífsins og hagnýtingu þeirra til þess,
að slíkt hefði í för með sér stórkostlegri breytingar á sam-
félagi og lífi mannanna en unnt er að gera sér í hugarlund