Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 80
74
MORGUNN
daglega í þúsundatali. Þarf hún stöðugt að hafa manneskju
í þjónustu sinni til þess að opna bréfin og vinsa úr þeim, og
þá ekki sízt til þess að endursenda þá peninga, sem látnir eru
í umslögin sem fyrirfram greiðsla, og oft nema háum upp-
hæðum. En það er ófrávíkjanleg regla frúarinnar, að taka
aldrei við greiðslu eða þóknun fyrir störf sín á þessu sér-
kennilega sviði.
Hver hringdi klukkunum?
Jóhannes Sæmundsson bóndi í Krossdal í Kelduhverfi var
um mörg ár hringjari og meðhjálpari við Garðskirkju.
Hann varð bráðkvaddur heima hjá sér síðari hluta sumars,
að mig minnir 1925.
Þá bjó í Garði Jón Stefánsson mágur minn kvæntur Björgu
systur minni. Er hann enn á lífi hálfníræður en ern og
stálminnugur. Sagði hann mér frá atburði þessum stuttu
eftir að hann gerðist. Og í dag staðfesti hann enn frá-
sögnina. Hann segir: „Síðari hluta dagsins kom unglings-
stulka af næsta bæ til þess að segja lát Jóhannesar. Við
brugðum skjótt við, ég og sambýlismaður minn, til þess
að veita þá aðstoð, sem unnt var að láta í té. Ég varð fyrri
til, og beið andartak í bæjardyrunum eftir hinum bóndanum.
Beint fram undan bæjardyrum er kirkjan og klukknaportið
þó ennþá nær, svo sem þrír faðmar. Þá heyri ég skýrt og
greinilega, að kólfnum er slegið í stærstu kirkjuklukkuna
og kvað við hátt. Hljómurinn var varla dáinn út, þegar
sambýlismaður minn kom fram, en ekki heyrði hann neitt.
— Ég vil geta þess, að aldrei vissi ég til þess, að klukk-
urnar hringdu sjálfkrafa, jafnvel ekki í mestu fárviðrum.
Það kom í minn hlut, að taka við hringjarastarfinu eftir
lát Jóhannesar."