Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 80

Morgunn - 01.06.1965, Page 80
74 MORGUNN daglega í þúsundatali. Þarf hún stöðugt að hafa manneskju í þjónustu sinni til þess að opna bréfin og vinsa úr þeim, og þá ekki sízt til þess að endursenda þá peninga, sem látnir eru í umslögin sem fyrirfram greiðsla, og oft nema háum upp- hæðum. En það er ófrávíkjanleg regla frúarinnar, að taka aldrei við greiðslu eða þóknun fyrir störf sín á þessu sér- kennilega sviði. Hver hringdi klukkunum? Jóhannes Sæmundsson bóndi í Krossdal í Kelduhverfi var um mörg ár hringjari og meðhjálpari við Garðskirkju. Hann varð bráðkvaddur heima hjá sér síðari hluta sumars, að mig minnir 1925. Þá bjó í Garði Jón Stefánsson mágur minn kvæntur Björgu systur minni. Er hann enn á lífi hálfníræður en ern og stálminnugur. Sagði hann mér frá atburði þessum stuttu eftir að hann gerðist. Og í dag staðfesti hann enn frá- sögnina. Hann segir: „Síðari hluta dagsins kom unglings- stulka af næsta bæ til þess að segja lát Jóhannesar. Við brugðum skjótt við, ég og sambýlismaður minn, til þess að veita þá aðstoð, sem unnt var að láta í té. Ég varð fyrri til, og beið andartak í bæjardyrunum eftir hinum bóndanum. Beint fram undan bæjardyrum er kirkjan og klukknaportið þó ennþá nær, svo sem þrír faðmar. Þá heyri ég skýrt og greinilega, að kólfnum er slegið í stærstu kirkjuklukkuna og kvað við hátt. Hljómurinn var varla dáinn út, þegar sambýlismaður minn kom fram, en ekki heyrði hann neitt. — Ég vil geta þess, að aldrei vissi ég til þess, að klukk- urnar hringdu sjálfkrafa, jafnvel ekki í mestu fárviðrum. Það kom í minn hlut, að taka við hringjarastarfinu eftir lát Jóhannesar."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.