Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 54

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 54
48 MORGUNN Skall hællinn fyrst í gólfið við hvert spor og síðan framsól- inn, og varð fyrir vikið skóhljóðið tvöfalt. Og svo harkalega var stigið niður, að gólfið lék á reiðiskjálfi og mátti gerla sjá, að lampinn, sem hékk niður úr loftinu titraði og það jafnvel svo á stundum, að lampaglasið heyrðist slást við kúpulinn, sem var úr gleri. Mér þótti frásögn þessi að vonum merkileg, og varð það úr, að þeir buðu mér að gista hjá sér um nóttina, og þáði ég það með þökkum. Fórum við um kvöldið að hitta Guðgeir Jóhannsson kennara, en hann hafði öll umráð yfir stofu þeirri og eldhúsi, þar sem umgangur þessi var, enda þótt hann byggi þar ekki þennan tíma. Er hann hafði hlustað á sögu piltanna og heyrt um fyrirætlan okkar, tók hann vel og drengilega á málinu, gekk með okkur upp á loftið, sýndi okkur að stofurnar væru báðar vendilega læstar, afhenti okkur lyklana til frekara öryggis og óskaði okkur góðs árangurs. Við fórum að hátta á venjulegum tíma klukkan rúmlega tíu. Við Hörður sváfum saman i öðru rúminu, Georg í hinu. Enn voru eftir nærri tvær stundir, áður en við gætum vænzt þess að verða nokkurs varir. Við tókum það ráð, að lesa af kappi. Það er komið laust fram yfir miðnætti, allt orðjð dauðakyrrt og hljótt í húsinu. Sennilega gerist ekkert, varla við því að búast úr því njósnari er kominn í spilið. Georg er farinn að dotta. Hörður leggur frá sér bókina og geispar. ,,Þú slekkur ljósið áður en þú sofnar. Það lítur ekki út fyrir að neitt ætli að heyrast hér í nótt,“ segir hann og snýr sér til veggjar. Ég vaki nú einn, hef lagt frá mér bókina, hlusta og stari stöðugt á hengilampann. En hann bifast ekki. Ég er að missa alla von og er í þann veginn að fara fram úr til þess að slökkva. Þá heyri ég það, veikt fótatak í fjarlægð uppi á ganginum. Ég hnippi þegar í Hörð og vek Georg. Þeir hlusta, heyra þetta líka og eru glaðvakandi á svipstundu. Við heyrum fótatakið nálgast. Það er hiklaust gengið inn í eldhúsið, enda þótt hurð þess sé harðlæst, og þaðan inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.