Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 17
MORGUNN
11
þess, að kannast við sjálfan sig. Sá, sem glatar endurminn-
ingum sínum, eins og átt getur sér stað í vissum sjúkdómum,
glatar einnig sjálfum sér og kannast ekkert við hver hann er.
En ,,ég“ mannsins á ekki aðeins sterkar rætur í fortíð-
inni, heldur hefur það einnig ákveðna afstöðu til framtíð-
arinnar. Vonir og þrár, takmörk og langanir, svo og gildis-
mat hlutanna á sinn þátt í að skapa og móta persónuleik-
ann og persónueinkennin. En þetta breytist oft eftir því sem
stundir líða, og um leið einnig maðurinn sjálfur. Ungur
maður fer í skóla og er nýtrúlofaður ungri og fallegri
stúlku. Hann er fullur af bjartsýni og djörfum vonum og
staðráðinn í því að helga sig starfi í þágu háleitra hugsjóna.
Eftir nokkur ár er hann gjörsamlega búinn að snúa við
blaðinu. Hann kvænist aldraðri ekkju til fjár, og gerist eig-
ingjarn fjárplógsmaður, sem aðeins hugsar um eigin hags-
muni. Gömlu kunningjarnir þekkja ekkert í honum lengur,
finnst hann vera orðinn allur annar maður. 1 sjálfs hans
augum, er hann þó áfram sami maðurinn, sami persónuleik-
inn, enda þótt hann kunni að gera sér grein fyrir, að hann
hafi mikið breytzt.
Yfirleitt má segja að „ég“ mannsins sé mjög breytilegt
og taki miklu meiri og sneggri breytingum en líkaminn.
Auk hinna vanalegu breytinga, sem á persónuleikanum
verða, er þar oft um snöggar að ræða, sem vara stutta stund.
Við nefnum það dutlunga eða segjum að maður sé misjafn-
lega vel upp lagður. Stundum ríkir í einstaklingsvitundinni
bjartsýni og fögnuður og aðeins sénar hinar björtu hliðar
lífsins, aðra tíma koma skuggahliðarnar svo að segja einar
í ljós. Stundum er maður fullur áhuga og starfslöngunar,
aðra tíma finnst honum ómögulegt að taka sér nokkuð fyrir
hendur. Stundum er hann stygglyndur og deilugjarn, aðra
tíma góðlyndur og eftirlátur. Oft virðist mega rekja þetta
til líkamlegs ástands og orsaka. Drukkinn maður gjörbreyt-
ist stundum svo, er áfengið nær valdi á líkama hans, að hann
verður allur annar á meðan áhrifin vara.
Mannslíkaminn er aftur á móti yfirleitt ekki háður snögg-