Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 74
68
MORGUNN
hurðina og fara fram á ganginn litla stund til þess að jafna
mig. En ekki er ég fyrr kominn framfyrir en ég sé hurðina
að stofunni, þar sem Jón lá, opnast, og vökukonuna koma
þaðan út.
Við skiptumst á orðum, og ég spurði hana, enda þótt ég
þyrfti ekki að spyrja:
,,Er hann Jón dáinn?“
„Já, hann skildi við i nótt, og ég er að koma frá því að
búa um líkið.“
Þennan draum hef ég skrifað eftir munnlegri frásögn
Karls. Ég hef ekki haft tækifæri til þess að sýna honum
handritið, en ég vona, að rétt sé farið með í öllum höfuð-
atriðum. Ef eitthvað er þar rangt hermt, sem máli skiptir,
bið ég afsökunar á því, og er fús að leiðrétta það í næsta
hefti Morguns.
Þessi draumur er að því leyti eftirtektarverður, að hann
er að öðrum þræði sanndreymi, en að hinu líkingadraumur.
Beinagrindin er hér aðeins líking eða táknmynd dauðans,
mynd, sem algengt er — og hefur lengi verið — að nota til
þess að tákna þetta fyrirbæri. Karli finnst í draumnum, að
beinagrindin stefni að sér og þykist takast á við hana í rúmi
sínu. Þarna virðist koma fram á myndrænan hátt sá óljósi
beygur við dauðann, sem fólginn er í sálardjúpi svo að segja
hvers einasta manns og meðvitundin um það, að hann verði
ekki umflúinn og allir menn hljóti að takast á við hann með
einhverjum hætti að lokum.