Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 49
Hinn 10. ágúst. ☆ Ein tegund dulvitneskju er sú, er menn sjá fyrir atvik og atburði löngu áður en þeir eiga sér stað í raun og veru. At- vik þessarar tegundar eiga sér stundum stað, þegar menn eru í vökuástandi, enda þótt sennilegt sé, að á þá renni ein- hver höfgi á því augnabliki, sem sýnina eða vitrunina ber fyrir, enda þótt þeim finnist eftir á, að þeir hafi haldið fullri vöku. Algengast er, að menn sjái hið ókomna fyrir í draumi, stundum fullkomlega skýrt og greinilega, en þó oftar miklu fremur í einhvers konar líking eða táknrænum myndum. 1 miðilsástandi á þetta sér einnig stað. Um þessa tegund fyrirbæra eru allmjög skiptar skoðanir eins og gengur. Sumir telja þetta einberar hégiljur, og þá einkum þeir, sem ekkert hafa sjálfir reynt á þessum sviðum, og vita því í rauninni manna minnst um það, sem þeir eru að kveða upp dóma um. Aðrir vilja fara gætilegar í sakirnar, fullyrða ekkert af eða á um þessa hluti, en bíða þess að reynsla og rannsóknir leiði skýrari og ótvíræðari árangur í ljós. Þeim finnst harla ósennilegt, að unnt sé að lyfta frá því tjaldi, sem framtíðina hylur. Þeir benda á það, að margir líkingadraumar séu óljósir og engan veginn ótviræðir, og að oft sé fyrst frá þeim sagt, eftir að þeir voru taldir hafa kom- ið fram, og þetta gefi þeim takmarkað sönnunargildi. Þetta hefur við töluverð rök að styðjast. Og allt of margir eru hirðulausir um það að skrá þegar í stað þá drauma sína, sem eru sérstaklega ljósir og sérkennilegir og ætla má að kynnu að gefa bendingar um það, sem síðar kann að eiga sér stað. Eigi að síður eru þó til draumar, sem ekki verða vé- fengdir og benda mjög eindregið til dularfullrar vitneskju um framtíðina. Og sennilega eiga ítarlegar rannsóknir á for- spám og vitrunum eftir að leiða margt furðulegt í ljós og ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.