Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 81
Ritstjórarabb.
☆
Skyggni-
Iýsingafundir.
Sálarrannsóknafélag Islands gekkst fyrir
því, að haldnir voru i vor tveir skyggnilýs-
ingafundir í samkomuhúsinu Lido í Reykja-
vík. Þessir fundir voru upphaflega ætlaðir fyrir félagsfólk
eingöngu. En vegna eindreginna óska var að því ráði horfið,
að félagsmenn mættu taka með sér gesti — einn eða tvo
hver. Húsfyllir var á báðum fundunum, og munu alls hafa
setið þá um eða yfir 1100 manns.
Báðir fundirnir hófust með því, að séra Sveinn Víkingur
flutti inngangserindi. Síðan hófust skyggnilýsingarnar, sem
munu hafa staðið í um það bil tvær klukkustundir í hvort
skipti. Miðillinn, Hafsteinn Björnsson, lýsti því, sem fyrir
innri augu hans bar. Mun hann hafa sagt frá eigi færri en
100—150 verum á fundunum, er hann sá víðsvegar í
salnum meðal fundargestanna. Var þetta framliðið fólk, sem
átt hafði heima víðs vegar á landinu, sumt farið fyrir all-
löngu, en annað dáið fyrir stuttum tíma. Gaf hann stutta en
oft mjög skýra og greinargóða lýsingu á þeim látna, lýsti
oft umhverfi, þar sem hann hafði átt heima, gat um hvaða
atvinnu eða starf hann hefði einkum stundað, og hvernig og
af hvaða orsökum hann hefði kvatt þetta jarðlíf. Hann sagði
og nafn á svo að segja hverri einustu veru, sem hann lýsti,
og föðurnafn venjulega líka.
Hátalarakerfi var í húsinu, svo allir mættu glögglega
heyra og fylgjast með lýsingum miðilsins. Enn fremur var
fundargestum fúslega leyft að beina spurningum til miðils-
ins varðandi þá, sem hann var að lýsa, og notfærðu sér það
ýmsir. Þess var og óskað, að fundargestir gæfu til kynna, ef