Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 38
32
MORGUNN
að hann hafi gengið undir þessum nöfnum báðum) lít ég á sem svikara
... En verið viss um það, að þó að sannanir fengjust fyrir því, að hann
væri svikari út í yztu æsar, þá myndu lærisveinarnir samt halda áfram
að trúa á hann og tilbiðja.
Yðar ælíð tryggi og sanni vinur,
Cliarles Dickens.
Eitt af því sem Dickens sárnaði var, að hann varð stöð-
ugt að vera á verði, því að oft voru lagðar fyrir hann gildr-
ur, til þess að reyna að ná honum á fund hjá Home. Eitt sinn
var hann boðinn, að því er hann frekast vissi, í saklausasta
miðdegisverð til Dufferins lávarðar (þess, er skrifaði ferða-
bókina frægu frá Islandi), en á síðustu stundu komst
Dickens að samsærinu.
Árangurslaust bentu vinir Dickens honum á það, að dug-
andi galdrafúskari, eins og hann sjálfur, myndi geta búið
svo um hnútana, að svik væru útilokuð. En honum var ekki
úr að aka. Sýnir þetta vel, hvemig fordómar og ofstæki
geta blindað jafnvel gáfuðustu menn.
Hins vegar var afstaðan önnur hjá hinum kunna efna-
og eðlisfræðingi William Crookes, sem hafði fengið mikinn
áhuga á þessum hæfileikum Homes. Þeir voru um það bil
jafnaldrar, munaði aðeins einu ári á aldri þeirra og hændust
strax hvor að öðmm. Þúuðust þeir brátt, kölluðu hvor ann-
an fornafni, og var Crookes mjög áfram um að athuga fyrir-
brigði Homes í rannsóknarstofu sinni. Við finnum hjá þess-
um ágæta vísindamanni gjörólíka afstöðu og hjá Dickens.
Crookes orðaði þetta svo: „Mér finnst það grimmdarlegt, að
maður eins og D. D. Home, sem gæddur er óvenjulegum eig-
inleikum, og ætíð reiðubúinn, nei, mjög áfram um, að leyfa
vísindamönnum að rannsaka sig, skuli hafa verið svo mörg
ár í Lundúnum, án þess að nokkur — með tveim eða þrem
undantekningum — sem mark er á takandi úr vísindaheim-
inum, hafi látið sér til hugar koma, að það tæki því að at-
huga, hvort það væri rétt eða rangt, sem er á hvers manns
vörum.“
Það sem Crookes sagðist hafa í hyggju, er hann hóf sínar