Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 38

Morgunn - 01.06.1965, Page 38
32 MORGUNN að hann hafi gengið undir þessum nöfnum báðum) lít ég á sem svikara ... En verið viss um það, að þó að sannanir fengjust fyrir því, að hann væri svikari út í yztu æsar, þá myndu lærisveinarnir samt halda áfram að trúa á hann og tilbiðja. Yðar ælíð tryggi og sanni vinur, Cliarles Dickens. Eitt af því sem Dickens sárnaði var, að hann varð stöð- ugt að vera á verði, því að oft voru lagðar fyrir hann gildr- ur, til þess að reyna að ná honum á fund hjá Home. Eitt sinn var hann boðinn, að því er hann frekast vissi, í saklausasta miðdegisverð til Dufferins lávarðar (þess, er skrifaði ferða- bókina frægu frá Islandi), en á síðustu stundu komst Dickens að samsærinu. Árangurslaust bentu vinir Dickens honum á það, að dug- andi galdrafúskari, eins og hann sjálfur, myndi geta búið svo um hnútana, að svik væru útilokuð. En honum var ekki úr að aka. Sýnir þetta vel, hvemig fordómar og ofstæki geta blindað jafnvel gáfuðustu menn. Hins vegar var afstaðan önnur hjá hinum kunna efna- og eðlisfræðingi William Crookes, sem hafði fengið mikinn áhuga á þessum hæfileikum Homes. Þeir voru um það bil jafnaldrar, munaði aðeins einu ári á aldri þeirra og hændust strax hvor að öðmm. Þúuðust þeir brátt, kölluðu hvor ann- an fornafni, og var Crookes mjög áfram um að athuga fyrir- brigði Homes í rannsóknarstofu sinni. Við finnum hjá þess- um ágæta vísindamanni gjörólíka afstöðu og hjá Dickens. Crookes orðaði þetta svo: „Mér finnst það grimmdarlegt, að maður eins og D. D. Home, sem gæddur er óvenjulegum eig- inleikum, og ætíð reiðubúinn, nei, mjög áfram um, að leyfa vísindamönnum að rannsaka sig, skuli hafa verið svo mörg ár í Lundúnum, án þess að nokkur — með tveim eða þrem undantekningum — sem mark er á takandi úr vísindaheim- inum, hafi látið sér til hugar koma, að það tæki því að at- huga, hvort það væri rétt eða rangt, sem er á hvers manns vörum.“ Það sem Crookes sagðist hafa í hyggju, er hann hóf sínar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.