Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 59
MORGUNN
53
glugganum og sjá Ijósin. Þeir komu, rýndu út í myrkrið, en
sáu ekkert, sögðu þetta vera ekkert annað en hugarburð og
ofsjónir. Ég opnaði gluggann, að þeir mættu þá sjá þau, en
það kom fyrir ekki. Ég einn sá Ijósin og hélt áfram að sjá
þau góða stund. Mér gramdist, þegar þeir hlógu að þessu og
gerðu gys að mér, lokaði glugganum og gekk út úr stofunni.
Ég reikaði út úr skólanum og í átt til kirkjunnar. En þá voru
bláu Ijósin horfin.
I rökkurbyrjun daginn eftir kom söngkennari skólans
Baldur Andrésson cand. theol. upp í stofu til okkar þeirra
erinda að biðja okkur að koma út í kirkju til þess að syngja
við útför tveggja ungbarna. Faðir þeirra var þá nýlega
kominn með litlu líkin, og með því að sóknarpresturinn var
staddur á Eiðum þetta kvöld, var snúið að því að taka gröf-
ina í skyndi. Tvíburar þessir höfðu annað hvort fæðzt and-
vana eða dáið skömmu eftir fæðinguna.
Þetta var auðsótt mál. Okkur var beinlínis ljúft að veita
þá litlu aðstoð, sem við gátum látið í té. Ekki voru önnur
Ijós í kirkjunni en dauft log kertanna á altarinu. En við
tókum með okkur nokkur lítil vasaljós, er við létum lýsa á
sálmabækurnar, bæði inni í kirkjunni og úti við gröfina.
Veðrið var kyrrt og milt, lítils háttar regnúði og komið
svarta myrkur, er athöfninni lauk. En mér er þessi látlausa
athöfn einkar minnisstæð. Yfir henni hvíldi hljóð helgi og
sá hugblær, sem ekki gleymist.
Um kvöldið sátum við stofufélagarnir óvenjulega þögulir.
Og líklega var okkur öllum eitthvað svipað í hug. Og enda
þótt við hefðum ekki orð á því, hygg ég, að enginn okkar
þriggja hafi efazt um, að eitthvert dulrænt samband var á
milli bláu ljósanna tveggja, sem ég sá í kirkjuglugganum
kvöldið áður og litlu, saklausu barnanna, sem kvödd voru í
kirkjunni fyrir stundu.
Mér varð litið út um gluggann. Kirkjan var sveipuð og
hulin svörtu myrkri. Litlu, bláu Ijósin tvö í glugga hennar
voru horfin.