Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 47
MORGUNN
41
„Enn er tiltölulega skammt síðan vísindin tóku að gefa
verulegan gaum að dulhæfileikum mannssálarinnar og
spurningunni um framhaldslíf persónuleikans eftir líkams-
dauðann. Og hvað sem segja má um hinar eldri aðferðir til
athugana og rannsókna á þessum málum, megum við vera
þakklát fyrir þann skerf, sem þegar hefur verið lagður til
þekkingarinnar á þessum efnum, og þau mikilvægu gögn,
sem safnað hefur verið og þannig bjargað frá glötun og
gleymsku. Þær rannsóknir, sem nú hafa verið hafnar, hafa
þegar reynzt gagnlegar til þess að afla meiri þekkingar og
víðtækari skilnings á hinu innra eðli mannsins. Og þótt enn
sé skammt á veg komið, gefa þessar rannsóknir fyrirheit um,
að ný útsýn kunni að opnast, ef heimurinn á annað borð þráir
í alvöru að fá rétt svör í þessum efnum og vill nógu mikið á
sig leggja til þess, að unnt verði að finna þau.“
Sálarrannsóknafélag Islands hefur frá upphafi talið það
skyldu sína og verkefni, að kynna mönnum rannsóknir dul-
rænna fyrirbæra og þær sívaxandi og síendurteknu sannanir
og líkur fyrir framhaldslífi og sambandi við látna ástvini,
sem það hefur haft tök á að afla sér hverju sinni. Hins vegar
liggur það í hlutarins eðli, að þetta litla félag hefur ekki haft
bolmagn eða fjárráð til þess að framkvæma sjálft slíkar
rannsóknir nema að mjög litlu og takmörkuðu leyti.
Einn þáttur þeirrar kynningarstarfsemi er sú, sem hér
fer fram í kvöld, þar sem ykkur er gefinn kostur á að sitja
skyggnilýsingafund hjá Hafsteini Björnssyni, sem löngu er
landskunnur fyrir dulhæfileika sína og miðilsgáfu. Ég býst
að sjálfsögðu ekki við því, að einn slíkur fundur geti fært
ykkur neinar algildar sannanir fyrir því, að hér sé um alveg
óyggjandi samband við framliðna vini að ræða. Hins vegar
geta hér komið fram þau atvik, sem hafa meira eða minna
persónulegt sannanagildi fyrir einstaklinginn. En hvað sem
um það er, þá leyfi ég mér að vænta þess, að ef þið á annað
borð fylgist af athygli með því, sem hér fer fram, munuð þið
komast að raun um, að hér eru á ferðinni fyrirbæri, sem