Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Side 47

Morgunn - 01.06.1965, Side 47
MORGUNN 41 „Enn er tiltölulega skammt síðan vísindin tóku að gefa verulegan gaum að dulhæfileikum mannssálarinnar og spurningunni um framhaldslíf persónuleikans eftir líkams- dauðann. Og hvað sem segja má um hinar eldri aðferðir til athugana og rannsókna á þessum málum, megum við vera þakklát fyrir þann skerf, sem þegar hefur verið lagður til þekkingarinnar á þessum efnum, og þau mikilvægu gögn, sem safnað hefur verið og þannig bjargað frá glötun og gleymsku. Þær rannsóknir, sem nú hafa verið hafnar, hafa þegar reynzt gagnlegar til þess að afla meiri þekkingar og víðtækari skilnings á hinu innra eðli mannsins. Og þótt enn sé skammt á veg komið, gefa þessar rannsóknir fyrirheit um, að ný útsýn kunni að opnast, ef heimurinn á annað borð þráir í alvöru að fá rétt svör í þessum efnum og vill nógu mikið á sig leggja til þess, að unnt verði að finna þau.“ Sálarrannsóknafélag Islands hefur frá upphafi talið það skyldu sína og verkefni, að kynna mönnum rannsóknir dul- rænna fyrirbæra og þær sívaxandi og síendurteknu sannanir og líkur fyrir framhaldslífi og sambandi við látna ástvini, sem það hefur haft tök á að afla sér hverju sinni. Hins vegar liggur það í hlutarins eðli, að þetta litla félag hefur ekki haft bolmagn eða fjárráð til þess að framkvæma sjálft slíkar rannsóknir nema að mjög litlu og takmörkuðu leyti. Einn þáttur þeirrar kynningarstarfsemi er sú, sem hér fer fram í kvöld, þar sem ykkur er gefinn kostur á að sitja skyggnilýsingafund hjá Hafsteini Björnssyni, sem löngu er landskunnur fyrir dulhæfileika sína og miðilsgáfu. Ég býst að sjálfsögðu ekki við því, að einn slíkur fundur geti fært ykkur neinar algildar sannanir fyrir því, að hér sé um alveg óyggjandi samband við framliðna vini að ræða. Hins vegar geta hér komið fram þau atvik, sem hafa meira eða minna persónulegt sannanagildi fyrir einstaklinginn. En hvað sem um það er, þá leyfi ég mér að vænta þess, að ef þið á annað borð fylgist af athygli með því, sem hér fer fram, munuð þið komast að raun um, að hér eru á ferðinni fyrirbæri, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.