Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 25
MORGUNN
19
Drayton Tomas spurði hann, hvort hin löngu liðna fortíð
væri þeim jafn lifandi í minni og það, sem skeð hefði í gær,
fékk hann þetta svar: ,,Ég get séð hana jafn greinilega, ef
ég vil og kæri mig um.“
Það er gaman að bera þetta svar saman við tilraunir dr.
W. Penfield, sem með því að snerta vissar frumur i heila lif-
andi manna með rafmagnaðri nál, gat látið þá þylja ákveðn-
ar endurminningar úr ævi sinni um atburði, sem voru löngu
liðnir og þeim gleymdir. Af þvi dró hann þá ályktun, að öll
ævi mannsins væri geymd í heilafrumunum, líkt og á
grammófónplötu eða segulbandi. Með því að snerta frumu
með segulnálinni var plötunni hleypt af stað, og gömul
minning kom fram ljóslifandi eins og verið væri að segja
frá því, sem gerzt hefði fyrir lítilli stundu. — Ef þessi hæfi-
leiki er fyrir hendi í framhaldslífinu, þannig að persónuleik-
inn eigi jafnan greiðan aðgang að öllum minningum sínum
að vild, er þar með hin andlega ellihrörnun með öllu úr
sögunni.
Það er svo annað mál, að tilraunir dr. Penfields hafa við
áframhaldandi tilraunir ekki reynzt jafn haldgóðar og ætl-
að var í fyrstu.
3. Það, að vitundin sé óskipt eftir dauðann, bendir á, að
við eigum fullkomnari reynslu fyrir höndum.
Ef við á annað borð aðhyllumst þá tilgátu, að í því lífi,
sem við tekur eftir líkamsdauðann, sé aðskilnaður dagvit-
undar og undirvitundar úr sögunni, þannig að persónuleik-
inn spanni yfir alla vitundina, þá skilst okkur, að við það
muni stórum aukast þroskamöguleikarnir — jafnvel þótt
við verðum að játa, að það sé örðugt að gera sér nægilega
ljósa grein fyrir því, hvílík þroskasvið þá kunni að opnast.
Niðurstaða þess, sem rætt hefur verið hér að framan er í
stuttu máli sú, að það sem líkur benda til að lifi af líkams-
dauðann, er „ég“ eða persónuleiki mannsins með sérkenn-
um sínum, minningum og þeim þroska, sem hann hefur náð
í jarðlífinu. Lífssaga einstaklingsins hér á jörð sýnir að visu,