Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 18
12
MORGUNN
um breytingum, og mikinn hluta ævinnar stendur hann
nokkurn veginn í stað. Þegar við því ætlum að ganga úr
skugga um það, hvort maður sé raunverulega sá, sem hann
segist vera, beinum við athyglinni fyrst og fremst að líkama
hans. Þar eru það líkamseinkenninn, sem skera úr: svip-
mótið, fæðingarblettur á ákveðnum stað eða ör, fingraför
og svo framvegis.
í jarðlífinu er ,,ég“ mannsins nátengt líkama hans. Og
það er sú staðreynd, sem hefur orðið þess valdandi, að
margir vísindamenn líta svo á, að líf og starf persónuleik-
ans eða sálarinnar, sé vart hugsanlegt án sambands við ein-
hvers konar líkama. En enda þótt hér sé rétt á litið — sem
ýmsir þó telja vafasamt — þá er það ekki nein fullgild sönn-
un fyrir því, að ,,ég“ mannsins geti ekki lifað af dauðann
eða upplausn hins jarðneska líkama, og þvi síður fyrir hinu,
að sál mannsins sé ekki til. Hitt er einnig möguleiki, að „ég“
mannsins haldi áfram að lifa og starfa í öðrum og annars-
konar líkama eftir dauðann.
Um þetta segir Broad prófessor í heimspeki við háskólann
í Cambridge meðal annars á þessa leið: ,,Af öllum þeim
milljónum manna, sem á öllum öldum hafa trúað á fram-
haldslífið, er naumast nokkur, sem trúað hefur á slíkt lif
— nema í eirihvers konar likama. Mér virðist því tilgangs-
lítið fyrir heimspekinga nútímans að deila um möguleika
framhaldslífs án nokkurs likama, þar sem svo að segja hver
einasti maður, jafnt lærður sem leikur, sem á annað borð
trúir á líf eftir dauðann, telur slíkt ekki koma til greina.“
Það er engin fjarstæða að gera ráð fyrir því, að „ég“
mannsins starfi eftir dauðann í líkama, sem sé annar og fín-
gerðari en jarðlíkaminn. Það er áþreifanleg staðreynd, þótt
ekki sé mjög algeng, að í draumi verða menn þess greini-
lega varir, að þeir séu í líkama, sem bæði er sýnilegur og
áþreifanlegur og unnt er að hreyfa sig í að vild. Og jafn-
framt er dreymandinn sannfærður um, að þetta er ekki
hinn venjulegi jarðneski líkami hans, því að hann liggur þá
í rúminu. Ennfremur er þessi draumheimslíkami að því leyti