Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 49
Hinn 10. ágúst.
☆
Ein tegund dulvitneskju er sú, er menn sjá fyrir atvik og
atburði löngu áður en þeir eiga sér stað í raun og veru. At-
vik þessarar tegundar eiga sér stundum stað, þegar menn
eru í vökuástandi, enda þótt sennilegt sé, að á þá renni ein-
hver höfgi á því augnabliki, sem sýnina eða vitrunina ber
fyrir, enda þótt þeim finnist eftir á, að þeir hafi haldið fullri
vöku. Algengast er, að menn sjái hið ókomna fyrir í draumi,
stundum fullkomlega skýrt og greinilega, en þó oftar miklu
fremur í einhvers konar líking eða táknrænum myndum. 1
miðilsástandi á þetta sér einnig stað.
Um þessa tegund fyrirbæra eru allmjög skiptar skoðanir
eins og gengur. Sumir telja þetta einberar hégiljur, og þá
einkum þeir, sem ekkert hafa sjálfir reynt á þessum sviðum,
og vita því í rauninni manna minnst um það, sem þeir eru
að kveða upp dóma um. Aðrir vilja fara gætilegar í sakirnar,
fullyrða ekkert af eða á um þessa hluti, en bíða þess að
reynsla og rannsóknir leiði skýrari og ótvíræðari árangur í
ljós. Þeim finnst harla ósennilegt, að unnt sé að lyfta frá því
tjaldi, sem framtíðina hylur. Þeir benda á það, að margir
líkingadraumar séu óljósir og engan veginn ótviræðir, og að
oft sé fyrst frá þeim sagt, eftir að þeir voru taldir hafa kom-
ið fram, og þetta gefi þeim takmarkað sönnunargildi.
Þetta hefur við töluverð rök að styðjast. Og allt of margir
eru hirðulausir um það að skrá þegar í stað þá drauma sína,
sem eru sérstaklega ljósir og sérkennilegir og ætla má að
kynnu að gefa bendingar um það, sem síðar kann að eiga sér
stað. Eigi að síður eru þó til draumar, sem ekki verða vé-
fengdir og benda mjög eindregið til dularfullrar vitneskju
um framtíðina. Og sennilega eiga ítarlegar rannsóknir á for-
spám og vitrunum eftir að leiða margt furðulegt í ljós og ef