Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 54
48
MORGUNN
Skall hællinn fyrst í gólfið við hvert spor og síðan framsól-
inn, og varð fyrir vikið skóhljóðið tvöfalt. Og svo harkalega
var stigið niður, að gólfið lék á reiðiskjálfi og mátti gerla sjá,
að lampinn, sem hékk niður úr loftinu titraði og það jafnvel
svo á stundum, að lampaglasið heyrðist slást við kúpulinn,
sem var úr gleri.
Mér þótti frásögn þessi að vonum merkileg, og varð það
úr, að þeir buðu mér að gista hjá sér um nóttina, og þáði ég
það með þökkum. Fórum við um kvöldið að hitta Guðgeir
Jóhannsson kennara, en hann hafði öll umráð yfir stofu
þeirri og eldhúsi, þar sem umgangur þessi var, enda þótt
hann byggi þar ekki þennan tíma. Er hann hafði hlustað á
sögu piltanna og heyrt um fyrirætlan okkar, tók hann vel
og drengilega á málinu, gekk með okkur upp á loftið, sýndi
okkur að stofurnar væru báðar vendilega læstar, afhenti
okkur lyklana til frekara öryggis og óskaði okkur góðs
árangurs.
Við fórum að hátta á venjulegum tíma klukkan rúmlega
tíu. Við Hörður sváfum saman i öðru rúminu, Georg í hinu.
Enn voru eftir nærri tvær stundir, áður en við gætum vænzt
þess að verða nokkurs varir. Við tókum það ráð, að lesa af
kappi. Það er komið laust fram yfir miðnætti, allt orðjð
dauðakyrrt og hljótt í húsinu. Sennilega gerist ekkert, varla
við því að búast úr því njósnari er kominn í spilið. Georg er
farinn að dotta. Hörður leggur frá sér bókina og geispar.
,,Þú slekkur ljósið áður en þú sofnar. Það lítur ekki út
fyrir að neitt ætli að heyrast hér í nótt,“ segir hann og snýr
sér til veggjar.
Ég vaki nú einn, hef lagt frá mér bókina, hlusta og stari
stöðugt á hengilampann. En hann bifast ekki. Ég er að missa
alla von og er í þann veginn að fara fram úr til þess að
slökkva. Þá heyri ég það, veikt fótatak í fjarlægð uppi á
ganginum. Ég hnippi þegar í Hörð og vek Georg. Þeir hlusta,
heyra þetta líka og eru glaðvakandi á svipstundu.
Við heyrum fótatakið nálgast. Það er hiklaust gengið inn
í eldhúsið, enda þótt hurð þess sé harðlæst, og þaðan inn í