Morgunn - 01.06.1965, Qupperneq 32
26
MORGUNN
niður, þreif hattinn minn í forstofunni, og fór út undir bert
loft til að jafna mig, og geta íhugað þetta undarlega fyrir-
brigði í næði.“
Einnig fór nú að heyrast óskiljanlegur hávaði. Eina nótt-
ina voru barin þrjú högg í rúmið hans; þau voru einna líkust
því, að barið hefði verið með hamri, eftir hávaðanum að
dæma. Þegar hann kom niður morguninn eftir og settist að
morgunverðarborðinu, var hann svo lotlegur, að engum
duldist, að eitthvað var að. En þegar frú Cook brigzlaði hon-
um um, að hann hefði komizt í æsing á einhverri bænasam-
komunni, svaraði hann engu. Hann þurfti þess ekki. Um leið
og hann settist að borðinu, buldu höggin um allt borðið.
Þetta var svar, sem hafði mun meiri áhrif en nokkuð, sem
hann hefði getað sagt.
„Svo þú hefur komið með djöfulinn inn í hús mitt!“ hróp-
aði frænkan í skelfingu og fleygði stól í hann. Þetta særði
mjög hinn tilfinningaríka, unga mann, sem sjálfur var að-
eins fullur af löngun til þess að skilja, hvernig á þessum
ósköpum stæði.
Þetta var árið 1850, eða tveim árum eftir að höggin heyrð-
ust í kring um Fox-systurnar, en til þeirra er rakið upphafið
að nútíðar spíritisma, eins og fundarmönnum er kunnugt.
En þótt veslings Home vissi ekki hvaðan á hann stóð
veðrið, þá þóttist frænka hans vita, hvað hún ætti til bragðs
að taka. Nærtækir voru þrír guðfræðingar, prestar úr Con-
gregationalista-, Meþódista- og Baptistakirkjunum, og til
öryggis lét hún sækja þá alla.
Congregationalista-klerkurinn, sem Daniel sótti kirkju
hjá á hverjum sunnudegi, sagði með nokkrum þunga, að
hann sæi enga ástæðu til þess að ofsækja hjartahreinan pilt
með þungum ásökunum. Meþódistinn var þungur á brún og
kenndi þetta djöflinum. Kom hann fram við Daniel eins og
glataða sál og fékk hann því litla huggun hjá honum. Bap-
tistapresturinn greip til þess ráðs að biðjast fyrir: biðja þess
að þetta ónæði, sem heimilið varð fyrir mætti hætta. En það
varð nú eitthvað annað en að hann væri bænheyrður. Hann