Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 5

Morgunn - 01.12.1975, Page 5
SNÆBJÖRN JÖNSSON, RITHÖFUNDUR• DR. HELGI PÉTURSS (1872-1949) I. Þú átt skinandi von, vorsins vígdjarfi son, þú átt vorsól að snjóskýja baki. Þ.E. „Fágætt var það drengja val.“ Svo kvað Grimur um Fjölnis- menn. Rétt var mælt. Og fágætu mannvali fylkti fsland þegar það heilsaði tuttugustu öldinni. Svo var um öll Norðurlönd, en fsland var þeirra svo miklu mannfæst, þegar undan eru skildar Færeyjar. Það er ódauðlegur, og án nokkurrar ósmekk- vísi mætti segja himneskur, ljómi yfir þeim ótrúlega fjöl- menna hóp skálda, sem okkar mannfáa þjóð tefldi þá fram, enda heilsuðu þau nýju öldinni eftirminnilega. öðruvisi var ástatt fyrir þessari sömu þjóð, er hún nær sjö áratugum síðar, og þá nálega þrefalt fjölmennari, vildi minnast þess, að hafa um hálfrar aldar skeið sjálf verið öllum sínum málum ráð- andi. Ekkert þeirra skálda, er þá gaf sig fram, gat gert þá vísu, er farandi þætli með til þess að minnast timamótanna. En þó voru það líka óskáldin, sem tekið höfðu völdin í bókmennt- unum. Ekki var að undra að þó var spurt: „Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Þá var róðlegra að hugsa sig vel um óður en spurningunni væri svarað. Því lítið skyldi í eiði ósært. Og hver mundi niðurstaðan er borin væru saman SkólaljöSin, sem hinn spaki Þórhallur Bjarnarson hafði feng- ið fátæka og fámenna æskulýðnum í hendur á fyrsta ári ald-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.