Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Síða 16

Morgunn - 01.12.1975, Síða 16
118 MORGUNN staða þessarar hreyfingar, í beinum tengslum við brennandi þrá mannsandans eftir því að vita meira um örlög ástvina sinna, afdrif kynslóðanna eftir líkamsdauðann. Og það er ein- mitt þetta atriði, sem vér ætlum að leitast við að hugleiða sam- an í kvöld, og skoða það út frá sjónarmiðum ýmissa merkustu leiðtoga þjóðanna. Langsamlega mestan hluta ævi sinnar hef- ur mannkynið, í raun og veru, aðeins gert sér grein fyrir jörðinni og talið hana vera þann eina heim, sem til sé. Hnettir himinsins voru þá taldir minni háttar viðauki þessa heims, til þess gerðir að veita honum ljós og umkringja hann, mönnum til unaðar. Fáeinir glampar fullkomnari þekkingar náðu til fomaldar- innar. Yfirskilvitlegir heimar, undir og yfir jörðinni, vom yrkisefni bæði í fornaldar- og miðalda-skáldskap, en alltaf í nánu sambandi við jörðina og i þjónustu hennar. Það var ekki fyrr en nokkrum öldum eftir Kopemikus, að sú hugmynd ruddi sér til rúms, að jörðin væri hnöttur, einn af ótal mörgum. Og það er tiltölulega mjög skammt síðan, að hugsjónir manna uxu upp úr því, að vera aðallega bundnar við jarðnesk sjónarmið og náðu því að verða alheimslegar. Hinni rniklu byltingu mannlegs hugsanalifs er nú greini- lega lokið, og nú viðurkenna allir óháða tilveru fjölmargra annarra heima, að því er viðkemur efnasamsetningu þeirra og hreyfingu í geimnum. Saga vísindanna er ómótmælanlega saga um glæsileg af- reksverk, en hún er einnig saga um mótstöðu. Málsvarar sannleikans hafa alltaf átt það á hættu, að verða fyrir óvin- gjamlegri gagnrýni, og sumir hverjir hafa mátt hrósa happi yfir því að sleppa við ofsóknir. Líffræðingarnir urðu að vinna verk sín með leynd. Uppgötvuninni um hringrás blóðsins var tekið með lítils- virðingu. Uppgötvun Galileos, sjónaukinn, mætti andúð, og prófessorar færðust undan því að horfa í þetta verkfæri og höfðu þá bjargföstu trú, að það, sem þar sæist, væri blekking. Þannig eru það ekki aðeins kennisetningar, heldur einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.