Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 20

Morgunn - 01.12.1975, Side 20
122 MORGUNN verusvið, þar sem einstaklingar þjóðanna berast áfram að settu marki. Heilög ritning er sá hornsteinn kristinna manna, sem þeir byggja á lífsskoðun sina, og orð Frelsarans eiga að vera ljós á vegi kynslóðanna. 1 kvöld minnumst vér horfinna ástvina. Og þá vekja oss orðin um upprisuna og eilífa lífið trú á bjarta heimvon allra þeirra, sem héðan hverfa frá sjúkdóm- um og elli, já, allra sálna, sem lífinu lifa. Þau milda viðhorf mannkynsins gagnvart dauðanum, og kenna oss að líta á liann sem æðsta þáttimi á þroskabraut vorri. Þannig kenna þau oss að hugsa, sem sífellt stöndum and- spænis kalli dauðans, hinu eilífa kalli Guðs. Eitt og eitt hverfum vér héðan inn fyrir tjaldið mikla, þar sem öllum sálum er búið skjól. Þá er gott að geta kvatt þennan heim sáttur við Guð og menn, þakklátur fyrir allt það, sem lífið oss veitti. Ég hika ekki viS afi segja, aS vandleg og hlutlans rannsókn á mínum eigin tilraunum í tvo áratugi og þeim sönnunargögnum, sem mér hafa borist frá áreiS- anlegum heimildum, neySir mig til þess aS játa trú mína á spíritismann sem vísindi, sem byggjast á sann- reyndum einum. Hverjum manni er innan handar aS kynna sér gnótt miSilsfyrirbœra, sem leiSa þau meginsannindi í Ijós, aS til er andaheimur og aS mannsandinn heldur áfram tilveru sinni eftir hverfult myrkur dauSans. Sir William Barrett, prófessor, hinn frægi starfsbróðir Sir Olivers Lodges.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.