Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 23

Morgunn - 01.12.1975, Page 23
SVEPPURINN HELGI 125 áni, á fimmtugsaldri, og talaði hann spænsku ágætlega. Hann hét Filemón. Yfirbragð hans var vingjamlegt, svo ég lét klyfu ráða kasti. Ég hallaði mér fram fyrir borðið og spurði hann al- varlegur á svip, hvort ég mætti tala við hann í trúnaði. Forvitni hans vaknaði strax og hann bað mig að leysa frá skjóðunni. „Viljið þér,“ sagði ég þá, „hjálpa mér til þess að komast að leyndardómi hinna heilögu sveppa?“ Er Filemón hafði náð sér eftir undrunina, sagði hann bros- andi, að ekkert væri auðveldara. Bað hann mig eiga leið hjá húsi sínu, sem var í útjaðri þorpsins um ,,siesta“-leytið.1) Við Allan komum þangað um nón. Hús Filemóns stend- ur utan í fjallshlíð og liggur stígur upp með húsinu öðrum megin, og er hann á hæð við efri hæð hússins, en hinum megin er djúpt gil. Filemón fór þegar með okkur niður í gilið og sýndi okkur hvar hinir helgu sveppir uxu í víðum hreiðum. Er við höfðum tekið ljósmyndir af þeim, tíndum við talsvert af þeim í pappaöskjur og stauluðumst síðan másandi upp úr gilinu í rökum steikjandi hita síðdegisins. En Filemón gaf okkur ekki færi á að hvílast, því liann fór nú með okkur hátt upp í fjalls- hlíðina, til þess að við gætum kynnzt curandera, konunni, sem stjórnaði helgiathöfn hinna heilögu sveppa. Hún var venzla- maður hans og hét Eva Mendez; hún var curandera de primera categoria, þ.e. fyrsta flokks í sinni grein, una Senora sin mancha, flekklaus kona. Við hittum hana í húsi dóttur sinnar, er hefur sama starf með höndum. Eva hvíldist á mottu á gólf- inu eftir athöfn síðast liðins kvölds. Þetta var miðaldra kona og lágvaxin, eins og Mixetecomenn eru, en í svip hennar og yfir- bragði var einhver sálræn göfgi, sem við strax veittum athygli. Það sópaði að henni. Við sýndum þeim mæðgum nú sveppina, sem við höfðum tínt. Þær voru stórhrifnar af þvi hve ferskir og fallegir þeir voru. Með aðstoð túlks spurðmn við þær, hvort þær vildu stjórna fyrir okkur helgiathöfn þá um kvöldið, og játtu þær því. *) Svo kalla menn þar suðurfrá þann hluta dags þegar heitast er og hvílast þá, því illmögulegt er hvort eð er að vinna fyrir hita.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.