Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Síða 24

Morgunn - 01.12.1975, Síða 24
126 MORGUNN Við vorum um tuttugu saman komin í kjallaranum i húsi Filemóns rétt eftir klukkan átta um kvöldið. Við Allan vorum einu ókunnu mennirnir, þeir einu af hópnum, sem ekki gátu talað Mixetecotunguna. Gestgjafar okkar, þau Filemón og kona hans, voru þau einu sem kunnu spænsku. Okkur var fagnað með þeim hætti, að ég hef aldrei kynnzt öðru eins meðal Indí- ána fyrr né síðar. Háttprýði þessa einfalda, ómenntaða fólks var alveg einstök. 1 stað þess að taka okkur þurrlega sem und- arlegum hvítum mönnum, var okkur tekið tveim höndum sem gömlum vinum; það var engu líkara en við tilheyrðum þjóð- flokki þeirra. Karlmennimir voru i sparifötum, en konurnar klæddust huipiles, þjóðbúningum; karlar í skjannalivítum buxum, sem haldið var uppi með snúrum, og mislitum vestum yfir tandur- hreinum skyrtum. Þau gáfu okkur súkkulaði að drekka, og minntist ég þess þá um leið, að ég hafði lesið um það í ritum foms spænsks höfundar, að súkkulaði værí drukkið á undan sveppaathöfninni. Eftirvænting okkar var mikil. Loksins áttum við nú að kynn- ast af eigin raun þessum merkilega helgisið, sem lifað hafði gegn um aldirnar. Þarna lágu sveppirnir i öskju sinni og horfði fólk á þá með virðingu, en þó án alls hátíðleika. Sveppimir eru heilagir og aldrei hafðir í ruddalegum gamanmálum, eins og hvítir menn tala um áfengi. Um klukkan 22.30 hreinsaði Eva Mendez mestu moldina af sveppunum, en rétti þá svo með bæn gegn um reyk af reykelsi, sem brann á gólfinu. Meðan þessu fór fram, sat hún á mottu fyrir framan einfalt og óbrotið altari, sem var skreytt Krists- líkneskjum: barnið Jesús og skímin i Jórdan. Síðan útbýtti hún sveppunum meðal fullorðna fólksins. Þrettán pör tók hún frá handa sjálfri sér, og jafnmörg handa dóttur sinni. (En svepp- irnir eru ævinlega taldir í pörum). Ég var sem á nálum af eftirvæntingu. Hún sneri sér nú að mér og rétti mér sex pör í bolla. Ég var stórhrifinn. Lokamarki margra ára starfs var náð. Hún fékk Allan líka sex pör. En hann var á báðum áttum, þvi kona hans hafði einungis sætzt á að hann færi í þessa för gegn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.