Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 29

Morgunn - 01.12.1975, Side 29
SVEPPURINN HEI.GI 131 dómsgáfu, hlutskyggni og fleiri fyrirbæri, sem ýmsir merkir vísindamenn eru nú loksins farnir að gefa fullan gaum og rannsaka á vísindalegan hátt. Þó erum við ekki lengra komin i þessum efnum en það, að mikill meirihluti þessara lærðu manna þorir hvergi nærri slíkum rannsóknum að koma af ótta við að missa við það álit starfsbræðra sinna og vera kenndir við kukl. En Andrija Puharich er ekki einn i þeirra hópi. Hann er þvert á móti svo áhugasamur um rannsóknir þessara fyrir- brigða, að hann hefur komið á stofn sérstakri rannsóknastöð, sem hann rekur og stjórnar sjálfur í Maine-fylki í Bandaríkj- unum þar sem hann á heima. Hann hefur skrifað bók um rann- sóknir sínar, sem vakið hefur mikla athygli og hann nefnir The Sacred Mushroom eða Sveppurinn helgi. 1 þessari bók sinni skýrir hann frá því hvernig hann komst í samband við ungan liollenzkan myndhöggvara, Harry Stone að nafni, sem varð fyrir furðulegum skynjunum í transi eða miðilsdái. Það var vinkona höfundar, Alice Bouverie, sem fyrst vakti atliygli hans á þessum unga manni; en hún var auðug og mikils metin kona í New York, listelsk mjög, gjöful, gestrisin og mikill vin- ur listamanna. Kvöld nokkurt var Harry Stone í kvöldverðarboði hjá þess- ari konu og var liún að sýna honum málverkasafn sitt, en hún átti verk eftir ýmsa fræga nútímamálara. Segir hún frá því, að Stona hafi virzt þykja lítið til þeirra koma, enda var hugur hans allur í höggmyndalistinni. Datt lienni þá í hug að sýna honum ýmsa egvpzka dýrgripi, sem hún átti. Meðal þeirra var hálsmen eitt, sem Sir Wallis Budge Egyptalandsfræðingur við British Museum hafði sagt tengdamóður frú Bouverie, að væri áletrað nafni Tii, frægrar drottningar Forn-Egypta, og hefði það að öllum líkindum verið persónuleg eign hennar.1) Frú Buoverie lýsir þessu í simtali frá New York fyrir vini sin- um dr. Puharich, sem þá var herlæknir staðsettur í Maryland- D Tii diottning var móðir hins fræga faraós Amenhóteps IV. eða Akna- tons, sem greinin Sonur sólar fjallar um. Hann rikti frá 1367 til 1350 f. Kr.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.