Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 32

Morgunn - 01.12.1975, Side 32
134 MORGUNN mikla helgi á, en hingað til var ókunnugt um að slikt þekktist meðal Egypta. Puharich læknir sparar sér sannarlega ekki fyrirhöfn til þess að komast að sannleikanum í þessu máli, því nú snýr hann sér að Egyptalandsfræðum til þess að vera sjálfstæðari í rannsókn- um sínum, og næstu þrjú ár rekur hann sérhvert spor, sem hann finnur, í þessa átt. 1 tvö ár hefur hann Harry Stone til rannsóknar, ræður hann til rannsóknarstofu sinnar í Maine. „Skilaboðin“ frá Ra Ho Tep halda áfram að koma gegn um Harry í tvö ár, en síðan 1956 hefur hann verið laus við allan trans og var þvi raunar alls hugar feginn, því sjálfur hafði hann engan áhuga á þessu, tók þetta fremur nærri sér. Hans eina áhugamál hefur alltaf verið að fá að halda áfram að skapa höggmyndir i friði. Þessu næst kynnist læknirinn R. Gordon Wasson, sem er sveppa-sérfræðingur, er hefur skrifað feikna mikið verk um þetta efni. Hjá honum fær hann staðfestingu á því, að viss trú- arflokkur manna í Mexico noti þennan helga svepp við ákveð- in hátíðleg tækifæri. Hafði Wasson verið viðstaddur slíka at- höfn, neytt af sveppum þessum og lýst ótrúlegum áhrifum þeirra í grein í hinu fræga tímariti Life eins og rakið var i fyrri hluta þessarar greinar. Koma þeir Puharich og Was- son sér nú saman um það, að sá síðarnefndi fari til Mexico, reyni að fá samband við curandera, en svo nefnist völva sú, sem stjórnar sveppa-athöfninni, og reyni þeir að koma á hug- lægu fjarlirifasambandi milli curandera og rannsóknarstofn- unar Puharichs í Maine. Framkvæmdi læknirinn ásamt starfs- mönnum ýmsar athafnir á ákveðnu tímabili, sem curandera átti síðan að reyna að sjá og lýsa fyrir Wasson. En tilraun þessi fór út um þúfur vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Wasson komst í samband við merkan curandero í Mexiko, en liann varð svo hrifinn af þekkingu Wassons og virðingu fyrir helgiathöfn sveppanna, að hann vígði Wasson til hinnar lokuðu reglu þeirra sveppamanna, og hlaut það að gerast á kostnað fyrr- nefndrar tilraunar, því það reyndist afar flókin athöfn. En víkjum nú frásögninni til rannsóknarstofnunarinnar í

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.