Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 44

Morgunn - 01.12.1975, Page 44
146 MORGUNN kona neitaði því í heyrenda hljóði að sonur hennar væri sjó- liði, sem hefði farizt þegar skip hans varð fyrir tundur- 9keyti. En ekki hafði hún þó lokið máli sinu, er önnur kona, ung- frú W.v.B., reis úr sæti sínu og gaf þessar upplýsingar: „Bróð- ir minn var sjóliði . . . slökkviliðsmaður hjá landgönguliði flotans í striðinu. Hann dó, þegar skip hans varð fyrir tund- urskeyti i árás nálægt Plymouthflóa.“ Croiset botnaði hvorki upp né niður i þessum ruglingi. Hann sagði við konuna: „Getið þér hugsað yður nokkra ástæðu til þess hvers vegna ég fékk þessa hugmynd frá yður?“ Hún svaraði: ,,.Ta, rétt fyrir fundinn þá sendi ég hring- inn minn upp á sviðið og bað yður um að segja mér eitt- hvað í sambandi við hann.“ Croiset hafði tekið við hringnum hjá henni og smeygt hon- um inn á milli hlaðanna í minnisbók sinni og sagt við hana: „Ég get ekki gert það núna, en ég vonast til að fá tækifæri til þess seinna á fundinum.“ Þótt furðulegt megi virðast hafði hinn skyggni maður þann- ig fengið skýra mynd i sambandi við þennan tengihlut kvöld- ið áður en hann hafði tekið við hringnum, enda þótt inynd þessi að vísu blandaðist saman við önnur áhrif. Þri&ja mál — A uða sætiS. Autt sæti getur einnig valdið ruglingi um tima. Þann 15. október 1952 var Tenhaeff prófessor að undir- búa sætistilraun sem fara átti fram fjórum dögum síðar i Rotterdam. Prófessorinn valdi sæti númer 18. „Ég sé ekkert,“ tautaði Croiset. „Eruð þér viss?“ „Fullkomlega.“ Þetta kom mjög flatt upp á prófessorinn. Fram að þessu hafði Croiset náð allt að fullkomnum árangri. Dr. Tanhaeff reyndi annað númer — þriðja sæti. Þá brosti

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.