Morgunn - 01.12.1975, Side 49
SÆTISTII .RAUNIR
151
þáttur. Þrem vikum áður langaði hann til þess að kaupa sér
hæggengisplötu. Satt að segja hafði hann fyrrum stjómað
plötudeild í verzlun.“
Croiset gerir nú einnig tilraunir með kassa sem tæki.
Sá ég hann gera slíka tilraun með góðum árangri þann 30.
maí 1963 í Haag. Kassinn er 48 sinnum 33 þumlungar að
stærð og er honum skipt í tuttugu og fjögur hólf. Tuttugu
og fjórar persónur úr hópi fundargesta (sem Croiset þekkir
ekki) leggja síðan persónulegan tengihlut hver í sitt hólf.
Hlutirnir snerta ekki hver annan. Klæði er lagt yfir kassann
og síðan er honum snúið mörgum sinnum. Meðan þetta fer
fram er Croiset fjarstaddur. Því næst kemur hann aftur inn
í herbergið og er hljóðritað það sem hann sér í sambandi við
einn þeirra tuttugu og fjögurra muna sem liggja í kassanum.
Þegar lýsing hans hefur verið hljóðrituð er honum leyft að
taka úr viðkomandi hólfi hlutinn sem tilheyrir persónu þeirri
sem hann hefur rætt um. Og alveg eins og i sætistilraunun-
um, eru fullyrðingar hans grandskoðaðar lið fyrir lið af þeim
einstaklingi sem á hlutinn sem vekur tengslin. I sumum þess-
ara tilrauna gætir framskyggni, en í öðrum ekki.
Mesta gleði hefur Gerard Croiset af því að finna týnd
börn. En að því frátöldu nýtur hann sætistilraunanna eimia
bezt. Enda hefur engum skyggnum manni í Hollandi tekizt
að leika það eftir honum með svo frábærum árangri.
Enda þótt Tenhaeff prófessor hafi komið sætistilraununum
í kerfi sérstaklega fyrir Croiset, þá telur hann sig þó ekki
upphafsmann þessarar aðferðar. Franskur læknir, dr. Eugene
Osty, sem var einn af brautryðjendunum i dularsálfræðileg-
um tilraunum, gerði slíkar sætistilraunir árið 1926 í Institut
Métapsychique í París með Pascal Forthuny, sem var allt í
senn blaðamaður, skáld og málari. Þegar Forthuny komst að
því fyrir tilviljun að hann bjó yfir dulrænum hæfileikum
gekkst hann inn á samstarf með dr. Osty. Að visu var árang-
ur af tilraunum Forthunys ekki eins glæsilegur og hjá Croiset
en engu að siður var hann þó mikilvægur, því segja má að hann
hafi rutt brautina fyrir hinn frábæra dulskyggna Hollending.