Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 50

Morgunn - 01.12.1975, Side 50
SVEINN ÓLAFSSON: Lífsbót og sáluhjálp í spennitreyju vestrœnnar streitumenningar: helgiljóðin miklu BHAGAVAD GITA, — Hávamál Indíalands — FYRRI HLUTI Bhagavad Gita er indverskur ritningar-texti i átján köflum, sem hver um sig skýrir viðhorf mannlegs lífs í ]>vi augnamiði að vísa leiðina til þess að maðurinn geti orðið heill og samstilltur í lifi sinu. Grundvallarþræðir kenninganna eru ofnir út frá kenningunni um allsherjar-bræðralag og þróun mannsins til hins guðlega. I ritinu birtist Shri Krishna, hinn andlegi fræðari, sem lærifaðir er kennir listina að lifa lifinu að leiðum andans. Sveinn Ólafsson fulltrúi, höfundur jiessaiar ritgerðar er ötull sannleiksleitandi og mannræktarmaður eins og skrif hans bera vott um. Hér kynnir hann lesendum MORGUNS helgiritið fræga, sem vestrænir menn hafa stundum kallað „Biblíu Hindúa". Æ.R.K. Vör'Subrot í sannleiksleitinni. Til er félagsskapur andlegra leitenda, stofnaður í vestur- heimi á öldinni sem leið, er nefnist Hin Alþjóðlega Guðspeki- hreyfing, sem á sér rætur í austrænum trúarbrögðum, en hefir breiðst síðan bæði til vestrænna og austrænna landa. Félagsskapur þessi á sér háleit og göfug einkunnarorð sem lýsa vel hinu víðfeðma og hrífandi markmiði. Þau eru: „Sann- leikurinn er öllum trúarbrögðum æðri.“ En þetta er um leið skoðun stofnendanna í þvi hvað útheimtist til heilbrigðs and- legs lífs fyrir hvern og einn í hildarleik veraldarlífsins. I því

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.