Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 55

Morgunn - 01.12.1975, Page 55
BHAGAVAD GITA 157 að þetta megi takast svo að nægi til að þann er les megi fýsa að kanna frekar þetta leiftrandi vizkuljós, sjálf ljóðin óstytt. — Þá munu og i sama tilgangi verða settar fram frá eigin brjósti hugleiðingar og skýringar um efni þessa stórfengilega rits lesandanum til skilningsauka. Verður þetta gert með hlið- sjón af niðurstöðum margra ára hagnýtrar reynzlu kenning- anna í eigin lífi, en hið raunhæfa gildi kenninganna hefir einmitt hrifið mig ómótstæðilega í gegnum löng kynni og prófun. Með hliðsjón af upphafsorðum þessara hugleiðinga er ekki úr vegi að undirstrika hér, að eftir kynnum mínum af stefnu- marki og viðleitni Guðspekihreyfingarinnar virðist mega líta svo á, að Bhagavad Gita geti með nokkrum rétti skoðast sem hin æðsta lærdómsbók þessarar stefnu. Mætti ætla að mæt- ustu kynnendur hennar hafi haft þessa afstöðu. Nægir að nefna í því sambandi dr. Annie Besant, sem þýddi ljóðin úr Sanskrit á enska tungu, og einnig einn af frumherjunum hél- lendis Sigurð Kristófer, sem eins og áður segir þýddi bókina á íslenzku. Þeim sem lesa þetta mikla rit verður það fljótt ljóst, að það skapar andlegum leitendum tvímælalaust möguleika til að fá svör við mörgum af flóknustu og erfiðustu spurning- unum um lífið og veruleikann. Slíkt krefst þess þó af hans hálfu, að hann sökkvi sér af alvöru, þrautseigju og stefnu- festu niður í hið djúpstæða efni: hina háleitu heimspeki- hugsun og trúarþel þessara göfugu helgiljóða, — eins og Sig- urður Kristófer leggur áherzlu á. Sú lífssýn, sem Bhagavad Gita opnar, bæði frá tímanlegu sem og andlegu sjónarmiði eilífðarinnar, er svo stórbrotin, að svo er að sjá sem allt hið fjölbreytta líf veraldarvegferðar manna, öll reynzla, þekking og vísindi, geti í rauninni rúmast innan hins risavaxna og víðfeðma ramma, sem hin stórbrotna hugsýn þessara miklu helgiljóða mótar og setur sem umgjörð um allt lífsfyrirbærið og efnisveruleika alheims. Þvi er liinsvegar svo farið með marga sem lesa Bhagavad Gita, að þeim tekst ekki að ná heildarsýninni að baki þeirra

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.