Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 58

Morgunn - 01.12.1975, Page 58
160 MORGUNN fórn. Vinni maðurinn þau þannig, hreinsi hann sjálfan sig; öðlist sálarjafnvægi; verði heill, óklofin og ósigrandi. Kœrleikur og fórnarlund. Eigi má láta þess ógetið, að sé Bhagavad Gita rétt skilin og meðtekin hefir hún hvorki í sér fólgna neina kalda skyn- semishyggju, né heldnr neina skýjaheimspeki. Ljóðin eru inn- blásin heilögum kærleika til alls er lifir, guðlegri vizku og speki. Það tekur til meðferðar lifið sjálft og hin raunverulegu vandamál þess, með grundvallarsjónarmið fyrir augum. — Á einum stað í ljóðunum, þar sem Guðdómurinn talar við hinn hrjáða mann, prinsinn Arjuna, segir til dæmis svo: „Legg frá þér vonina um laun heimsins og bein huga þínum til mín, sem er hinn innsti veruleiki. Framkvæm skyldustörf þin sem fórn til mín; sá sem ekki gerir þetta hefir gengið villunni á vald“. Af þessu má sjá að ræktun eða ögun hins innra eðlis til dyggða er höfuðatriði þessarar kenningar, sem hefir að meginsjónarmiði hamingju einstaklingsins í lífinu. Hagkvœmar lausnir, — ný viðhorf. í heinu framhaldi af þessu hefir sú spurning grundvallar- þýðingu, hvort hér sé um að ræða raunhæf og hagkvæm sjónarmið, einkum og sér í lagi fyrir hinn vestræna mann; fyrir þá sem lifa í heimi ytri umsvifa og athafna; heimi tækni, þróunar og vaxandi hraða; heimi hinnar þrotlausu streitu og taugaþenslu, hinna svonefndu framfara og visinda, sem eru megineinkenni hinnar efnisbundnu hyggju nútím- ans. Reynzla þeirra sem gleggst þekkja orsakar að þeir eru ekki í vafa um svarið. Þeirra svar er yfirleitt á einn veg: hag- kvæmari og raunhæfari kenningar en þær sem Bhagavad Gita flytur, til umbóta á lífsviðhorfum hins vestræna manns er vart að hafa. Betri lausnir og svör i sambandi við vandamál

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.