Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Síða 60

Morgunn - 01.12.1975, Síða 60
162 MORGUNN viðhorf, sem eru svo stórbrotin að næsta réttmætt virðist að fullyrða, að þau geti náð, með því að nægiiega djúpt sé kafað í hugsunina, — að spanna yfir og innifela aðaldrætti og meg- in lögmál alls lífs manna, hversu breytileg sem reynzla ein- staklinganna hvers og eins er, og hversu mismunandi og ólíkt sem svipmót lífs sérhvers þeirra er í einstökum atriðum. Eins og áður segir, er í upphafi bókarinnar dregin upp áhrifamikil mynd af yfirvofandi styrjöld; örlagaátökum milli tveggja andstæðra arma indverskrar konungsfjölskyldu. Ann- arsvegar Duryodhana konungur með lið sitt, táknmynd hins ranga og illa, og hinsvegar hinn göfugi prins Arjuna, ásamt vildarvinum og stuðningsmönnum, sem er táknmynd réttlætis og hins góða. Hinar andstæðu fylkingar standa reiðubúnir á vígvellinum til orrustu mn yfirráð og völd á hinu veraldlega sviði, gráar fyrir járnum og i vígahug. I báðum fylkingum þessara skyldmenna eru gagnkvæmir vinir, fræðarar og vel- unnarar þeirra sem andspænis standa. Og þegar nú prinsinn góði, Arjuna, virðir fyrir sér hinar andstæðu fylkingar, sem nú eru ofurseldar dauða og tortímingu yfirvofandi styrjaldar, rennur áhyrgð hans upp fyrir honum með svo yfirþyrmandi hætti, að hann biður ekil stríðsvagns síns, vin sinn Krishna, að aka vagninum fram milli herjanna svo hann megi virða þá fyrir sér áður en hin hrikalegu átök hefjast. — Þegar Arjuna þannig er staddur mitt á milli fylkinganna ná til- finningar hans yfirtökunum og hann fyllist hryggð yfir þeirri miklu ógæfu, sem er í þann veginn að dynja yfir, þegar öll þessi göfugu ættmenni eru i þann veginn að leggja út í hild- arleik sem þennan, einungis fyrir togstreitu um veraldleg völd og ga;ði. Tilhugsunin um hinar geigvænlegu og sorglegu afleiðingar, þar sem mikill hluti hinnar göfugu ættar hlýtur að verða útmáður, yfirbugar hann, og hann varpar frá sér vopnum sinum og neitar að taka þátt í bardaganum. Sorgin lamar hann og hugsunin um hina hörmulegu atburði sem í vændum eru rænir hann kjarkinum og baráttuþreki hans. — Það er á þessari örlagastundu og undir þessum þrúgandi kringumstæðum sem vinur hans ekillinn á vígdreka hans,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.