Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Page 65

Morgunn - 01.12.1975, Page 65
BHAGAVAD GITA 167 ari þátt í orrustu lífsins. — Tími og aðstæður gera það af verkum, að stikla verður á stóru um að gera efni bókarinnar frekari skil. Nauðsynlegt er þó að fara í stórum dráttum yfir meginefnið svo nokkur heildarsýn fáist, og verður reynt hér á eftir að gera þessu verkefni nokkra úrlausn. Er vonandi að þetta megi takast svo að efnið komist sem bezt til skila og án þess að um of teygist t'ir; en af miklu er að taka og því vandi að velja og hafna. Bið ég því lesandann að hafa það í huga, að ekki er hvort tveggja hægt, að vera stuttorður og koma miklu efni til skila á viðhlýtandi hátt. Bhagavad-Gita er i alls átján köflum, og eins og áður er gefið til kynna, eru þeir sextán kaflar sem eftir eru, í raun- inni einskonar nánari útlistun og skýringar á því, sem þegar er framsett í fyrstu köflunum, er fjallað hefir verið um til þessa; þótt þar sé að sjálfsögðu einnig margt annað sem óbeint er tengt því sem áður er sett fram má eins segja að það sé annað og nýtt. Kenningarnar fjalla um hinar ýmsu leiðir og mismunandi viðhorf er til greina koma, og kemur þar margt fram frábrugðið því sem áður er birt, þótt grundvöllurinn sé hinn sami. Þetta verður þeim ljóst síðar, er sökkvir sér niður í efni þessarar miklu bókar. En sannleiksleitandinn verður að fá innsýn í kenninguna frá ýmsum hhðum, svo hann geti fengið dýpt í hina miklu mynd, sem bókin bregður upp af veruleika lífsins og vettvangi lifsbaráttunnar. LeiS athafna. Skal nú leitast við að rekja aðalþráðinn í hinum einstöku köflum í eins stuttu máli og fært þykir. f þriðja kafla ljóðanna, sem nefnist Karma-Yoga, er greint frá leið athafnanna, sem annari af tveimur leiðum til lausnar frá þjáningunni. Hinn Blessaði skýrir Arjuna frá, að enginn fái losnað úr viðjum athafnanna eða öðlast fullkomnun fyrir athafnarleysi eða afsal athafna. Eiginleikarnir sem aldir eru af efninu geri það af verkum að enginn geti setið athafnalaus,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.