Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Qupperneq 66

Morgunn - 01.12.1975, Qupperneq 66
168 MORGUNN því allir séu miskunnarlaust knúðir áfram til athafna í ein- hverri mynd sakir lögmálsins. Hinsvegar sé sá á réttri braut, sem komið hefir skynjunum sínum undir yfirráð hugans og beinir starfsorkunni að iðkun Karma-Yoga. Og athöfn er vissulega athafnaleysinu æðri. Án athafna fær enginn við- haldið likama sinum og mannkynið er f jötrað viðjum athafna, en þær athafnir fjötra ekki, sem unnar eru í nafni fómar. Því skulu öll verk unnin i nafni fórnar; með þvi móti einu verði maðurinn frjáls og óheftur í athöfnum sínum. Skyldu- verkin skulu unnin án hugsunar um árangur eða umbun. — Þá segir Hinn Blessaði ennfremur, að slíkt hugarfar í starfi sé hinum fávisu til fyrirmyndar; jafnvel hinn Alvaldi haldi áfram að starfa, enda þótt hann hafi öðlast allt, og að hinn vitri skuli vinna verk sín óháður, eins og hinn fávitri vinni þau háður. Hinn vitri skuli þannig staifa skyldunnar vegna og láta sér annt um heill heimsins, og þannig starfa í kær- leika. Og Krishna heldur áfram: „Þú skalt þvi fela mér allar athafnir þínar; beina huganum til hinnar Æðstu Vitundar, laus við vonir allar og eigingjarnar hvatir og varpa frá þér kvíða þínum, og berjast. Ást og óbeit á skynrænum hlutum liggm- í eðli skynjananna; enginn skyldi komast á vald þess- ara tveggja kennda, sem fjötra sálina og eru óvinir sem hefta framför á veginum“. •—• Efasemdirnar knýja ómótstæðilega á huga Arjuna og hann þarfnast enn frekari skýringa og fræðslu og því spyr hann áfram og segir: „Hvað er það sem knýr manninn til að feta braut lastanna og gjöra hið illa, þótt honum sé það þvert á geð.“ Og Hinn Blessaði svarar honum í langri orðræðu, sem i samandregnu máli felst i eftirfarandi: Það eru hinar óseðjandi giradir og hatur og bræði, sem alin eru af eðli ástríðnanna, sem öllu spilla og öllu eyða. Þetta eru óvinir og erkifjendur mannsins í jarðlífinu og jafnvel vizkan er sveipuð hinni óslökkvandi girnd, sem uppsvelgir allt eins og bálið. Til að vinna bug á eigingjörnu og syndugu eðli girndanna, verður Arjuna, segir Krishna, að hemja og hafa taumhald á tilhneigingum sínum og skynjunum, því ef þetta vald er ekki fyrir hendi fá æstar skynjanir og ástríður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.