Morgunn - 01.12.1975, Blaðsíða 70
172
MORGUNN
sem skortir sjálfsstjórn og sem ekki hefir vald á huga sínum.
Sá sem hefir sigrað sjálfan sig er vinur sjálfs sín, en sá sem
ekki hefir náð valdi á sjálfum sér getur vissulega verið sjálfum
sér fjandsamlegur, eins og óvinur. En sá sem sigrað hefir
sjálfan sig og er eitt með hinni æðstu sál, er samur og jafn
í hita og kulda, sælu og vansælu, heiðri og niðurlægingu; og
Yoginn, sem náð hefir fullkomnun í þekkingu og vizku, og
sem ekkert fær haggað, sem tumhald hefir á skynjunum sin-
um, sem leggur að jöfnu gull og grjót er talinn fullkominn.
■—• Hinn Blessaði heldur áfram og segir: „Yoginn, sem þannig
er í varanlegu sálarjafnvægi og hefir taumhald á hugsunum
sínum öðlast Nirvana, hinn fullkomna friðinn, sem er að
finna í mér“. Þá kemur hinn Blessaði fram með þá kenningu
í lok þessa kafla, að þótt einhverjum takist ekki þegar í þessu
lífi, að ná hinu æðsta takmarki Yoga, þá muni viðleitni hans
ekki verða gagnslaus. Hann muni uppskera ávöxt erfiðis síns
að lokum og öðlast fullkomnun eftir margar jarðvistir og
þannig ná hinu æðsta marki. Að endingu segir hinn Blessaði
Krishna: „Og þann, sem tilbiður mig gagntekinn trúartrausti
og felur mér sál sína, tel ég fullkomnastan allra Yoga“. Og
þannig lýkur þessum kafla, sem af sumrnn hefir verið nefnd-
ur Yoga sjálfstamningar eða sjálfsögunar.
LeiS dómgreindar og þekkingar.
Sjöundi kaflinn nefnist Yoga dómgreindar, og þar fræðir
Krishna Arjuna um hið tvöfalda guðdómseðli sitt og segir:
„Heyr nú hvernig þú færð án nokkurs efa þekkt mig til hlítar
með því að binda hugann við mig, ástunda Yoga og leita at-
hvarfs hjá mér. Ég skal fræða þig í þessari þekkingu og vizku
i heild sinni, og er þú hefir tileinkað þér hana er ekkert eftir
í heimi þessum, sem þú þarft að vita“, og hann heldur áfram:
„Meðal þúsunda manna er naumast einn, sem keppir eftir
fullkomnun, og meðal þeirra, sem eftir fullkomnun keppa
með góðum árangri, er varla einn sem þekkir mig í raun og