Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 72

Morgunn - 01.12.1975, Side 72
174 MORGUNN er beini hug sínum til hins Algjöra, er hann kveður líkam- ann, hverfi inn í verund þess, og öðlist heimkynni i ódáins- heimi Akshara. En til þess að þetta megi takast verði líkams- búinn að hafa áunnið sér einlægt trúarþel, hugarjafnvægi, dómgreind og vald yfir tilhneigingum sinum, fyrir staðfesta og einlæga iðkun sjálfstamningar og dyggðar. — Akshara, eða ódáinsheimar, er nefnist hið æðsta takmark, er óskynhæf tilvera, ævarandi og ótortímanleg. En verusægur sá allur, sem hverfist í óendanlegri hringrás endurfæðinganna, fylgir hinni takmörkuðu tilveru, sem kemur og hverfur á hinum óralöngu tímaskeiðum hinna miklu heimsalda, sem nefnast dagur og nótt Brahma.. Þessar óralöngu sveiflur skapast fyrir eðli Prakriti, efnislögmálsins, og í upphafi þessara tímaskeiða streymir hin efnislega tilvera og allt er henni fylgir, fram úr Prakriti, en hverfur þangað aftur, er þeim lýkur. — Ákvarð- andi um það, hvert andinn eða sál mannsins, hverfur á and- látsstundinni er það, hvert hugurinn beinist á því augnabliki; og þannig hverfur sá til hins Innsta Veruleika, sem hefir Drottinn stöðuglega í huga, og hann frelsast þannig úr hring- rás endurfæðinga. og þjáningar. SHkar sálir hafa náð hinni æðstu fullkomnun. — 1 lok kaflans segir hinn Blessaði við Arjuna, að ljós og myrkur séu hinar tvær leiðir frá upphafi vega, og að sá er feti leið ljóssins komi aldrei aftur, en sá er gangi veg myrkursins snúi til baka og sé bundinn hringrás endurfæðinganna. En Yoginn, sem þekkir báðar þessar leiðir og sem er hafinn yfir ávexti athafna, fer aldrei villur vega og hverfur til hins æðsta og eilífa heimkynnis. (frh. í næsta hefti)

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.