Morgunn


Morgunn - 01.12.1975, Side 79

Morgunn - 01.12.1975, Side 79
STOFNAÐUR SJÓÐUR TIL RANNSÓKNA I DULSÁLARFRÆÐI Sjóður hefur verið stofnaður til rannsókna í dulsálarfræði. Markmið hans er að styrkja rannsóknir í dulsálarfræði við Háskóla Islands. Stjórn sjóðsins mynda þeir dr. Erlendur Haraldsson lektor, séra Jón Auðuns fyrrum dómprófastur og dr. Símon Jóhannes Ágústsson fyrrum prófessor. Sjóðurinn tekur þakksamlega á móti gjafafé, smáum gjöf- um sem stórum. Má leggja það inn á gíróreikning sjóðsins nr. 60600 — sextíusexhundruð — í öllum bönkum, pósthús- um og sparisjóðum. Gjöfum til sjóðsins fylgir réttur til að draga þær frá skattskyldum tekjum. Stjórnendur sjóðsins veita góðfúslega nánari upplýsingar. Skipulagsskrá fyrir Sjóð til rannsókna i dulsálarfrœSi 1. grein Sjóðurinn heitir Sjóður til rannsókna i dulsálarfræði. 2. grein Sjóður þessi er stofnaður af dr. Erlendi Haraldssyni lektor, séra Jóni Auðuns fyrrverandi dómprófasti og dr. Símoni Jó- hannesi Ágústssyni fyrrverandi prófessor. 3. grein Stofnfé sjóðsins er 50.000,00 kr.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.