Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 99

Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 99
VÍNUMFJÖLLUN SIGMARS r n rt fíniin IJtan í hlíðunum eru lítil og þorp umkringd vínekrum. vinaleg þægilegt vín á mjög góðu verði, ágætt með krydd- uðum fiskréttum og reyktum laxi. Hvítt smjör Ekkert er eins gott með fiski og smjör eða sósur með smjöri. Flestir kannast við hvað nýr lax með bræddu smjöri er ljúffengur. Það er iðulega talað um lambakjöt, hvítlauk og ólífuolíu í sömu andránni þegar rætt er um góð- an mat, sama má segja um fisk, smjör og hvítvín. Varla er hægt að hugsa sér betra útálát með fiski en hvítt smjör sem nefnist á frönsku Beurre Blanc. Ég tel nauðsynlegt að birta uppskriftina að þessari góðu smjörsósu þegar fjallað er um hvítvín og fisk. 33 Chardonnay Chardonnay þrúgan er vinsælasta hvítvínsþrúg- an í heiminum og er Chardonnay vínviðurinn ræktaður í nær öllum vínræktarhéruðum heims. Eitt af séreinkennum Chardonnay vínanna er hvað vínið þroskast vel í eik og hve mjög það eflist við geymslu. Margir telja að bestu Chardonnay vínin komi frá Frakklandi, nánar tiltekið Búrgundarhéraði. Frægust af Búrgundarvínunum eru Chablis vínin, en Chablis er nyrsti hreppurinn í Búrgundarhérði. Chablis vínin eru sýru- rík og hafa skarpt, kryddað bragð sem er í átt að grænum epl- um. En eftirbragðið er ljúft ávaxtabragð, stundum bragð af smjöri sem verður áberandi sé vínið búið að vera í eik. Chablis vínin eru yfirleitt ekki látin eldast í viðartunnum en það eru þó á því nokkrar undantekningar. Chablis vínin eru frábær með fiski, t.d. með laxi. Meðal þeirra vína sem hægt er að mæla með er Domaine Laroche Chablis Premier Cru Les Yaudevey 1999, á krónur 1.950. Ljómandi Chardonnay er Lindemans Padhavay Chardonnay 1998, frá suður Ástralíu, á krónur 1.950. Þetta er bragðmikið vín með mikilli iýllingu og ljúfu eikar- bragði, vín sem myndi passa vel með karfa, ýsu, löngu og fisk- réttum sem eru mikið kryddaðir, t.d. með karrýi. Beringer Napa Valley Chardonnay Private Reserver 1998, á krónur 2.810, er ljómandi Kaliforníuvín en að vísu aðeins of ungt. Það er mikil eik í þessu víni og það er gott með humri og jafnvel saltfiskréttum. Önnur góð fiskivín Til er mikið úrval af öndvegisgóðum vín- um sem eru góð með fiski. Ef ég ætti hins vegar að benda á eitthvert eitt vín á viðráðanlegu verði myndi ég mæla með Chateau de Cleray Muscadet de Sevre et Maine sur lie, á krón- ur 1.100. Þetta er einkar létt og þægilegt vín, frekar þurrt en af því er ljúft beijabragð. Það sem gerir þetta vín nokkuð sérstakt er að það er sur lie sem þýðir að vínið er látið þroskast í gerj- unarámum með gerinu og öðrum efnum en efsta lagi vínsins er svo dælt úr ámunni. Vínið verður með þessu móti mjög ferskt og er ekki laust við að það sé ögn freyðandi þegar því er hellt í glös. Vínið kemur frá Loire héraðinu sem er á vestur- strönd Frakklands en þetta ágæta vín á eiginlega vel með öll- um fiskréttum, ekki síst skelfiski og skötusel. Annað ljómandi sjávarréttavín frá Loire er Frank Millet Sancerre, á krónur 1.430. Þetta vín er mjög gott með feitum fiski, eins og lúðu og laxi, fiskisúpum og jafnvel pasta- og hrísgrjónaréttum sem í er skelfiskur. ítalska vínið Bolla Soave Tufaie, á krónur 1.190, er ekki margbrotið vín en skemmtilegt, létt, ljúft og ferskt með ávaxtakeim. Þetta vín er prýðisgott með steiktri eða gufusoð- inni bleikju. Torres Penedes Vina Esmeralda, á krónur 990, er Beurre Blanc 1 dl hvítvín 1/2 dl rjómi 1 dl hvítvínsedik 2 - 3 (1/2 dl) fínt saxaðir skallottulaukar 200 g smjör (smjörið á að vera vel mjúkt) 1 tsk sítrónusafi salt og hvítur pipar A. Setjið lauk, vín og hvítvínsedik í pott og sjóðið við vægan hita þar til nær allur vökvinn hefur gufað upp. Laukurinn á að vera eins og sulta. B. Hellið rjómanum í pottinn og sjóðið við vægan hita í augnablik. C. Hrærið nú smjörinu í bitavís saman við það sem í pottinum er. D. Takið pottinn af hellunni og kryddið með sítrónusafa, salti og hvítum pipar. Sigmar B. Hauksson fjallar reglulega um léttvin í Frjálsri verslun. Mynd: Geir Olafsson Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum með fiski: Dopff og Iron Riesling 1999, krónur 1.190 Hugel Riesling 1998, krónur 1.280 Rene Mure Gewurztraminer Cote de Rouffach, krónur 1.320 Domaine Laroche Chablis Premier cru les Vodevey 1999, krónur 1.950 Lindemans Padthaway Chardonnay 1998, krónur 1.590 Beringer Napa Valley Chardonnay Private Reserve 1998, krónur 2.810 Chateau du Cléray de Sevre et Maine sur lie 1999, krónur 1.100 Frank Millet Sancerre 1999, krónur 1.430 Bolla Soave Tufaie 1999, krónur 1.190 Torres Pendedes Vina Esmeralda 1999, krónur 990 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.