Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 23
„DOMARINN RÆÐUR! Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins, er einn af dómurum viðskiptalífsins. Þingmenn voru farnir að gagnrýna Björgólf fyrir að gefa Fjár- málaeftirlitinu langt nef með svo miklum og kerfisbundnum kaupum í íslands- banka án þess að hafa samband við Fjármálaeftirlitið. Greinargerðin var eins og olía á eldinn Það bætti heldur ekki úr skák að mitt i allri orrahríð ijölmiðlanna um meint yfir- tökuáform Björgólfs og Landsbankans á Islandsbanka mátti lesa eftirfarandi í greinargerð með tillögu til aðalfundar Landsbankans sem haldinn var sl. laugar- dag. Mörgum fannst sá texti virka frekar eins og olía á eldinn: „Bankaráðið telur brýnt að áfram verði unnið að hagræðingu á íslenskum flármála- markaði með auknu samstarfi og samruna milli banka, sparisjóða og tryggingafélaga, sérhæfðra íjárfestingarfélaga á markaði og ennfremur að Landsbankinn haldi áfram að kanna mögulega aukningu á starfsemi erlendis, m.a. með kaupum á eignarhlutum í fiármálaiyrirtækjum. Bankaráð Landsbanka Islands hf. hefur mótað þá stefnu að Landsbankinn verði öflugur þátttakandi í slíkum aðgerðum og eigi kost á að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupa á eignum. Rétt er talið að auka svigrúm bankaráðs til slíkra aðgerða.“ Hvers vegna barst yfirlýsingin svona seint? En víkjum aftur að margfrægri yfirlýsingu Björgólfs um að umræðan væri á villigötum. Margir hafa furðað sig á því hvers vegna hann hafi ekki stöðvað umræðuna fyrr og „hreinsað borðið". Miðað við að umræðan hafði verið röng og villandi fékk hún að ganga átölulaust fyrir sig í ótrúlega langan tíma. Og yfir- fysingin kom ekki fyrr en daginn eftir að þingmenn voru farnir að gagnrýna Björgólf fyrir að gefa Fjármálaeftirlitinu langt nef og ögra því á sama tima og hann ræddi um það á Viðskiptaþingi að dómarinn réði og aldrei væri skipt um reglur í miðjum fótboltaleik þótt þar væri tekist á af krafti og allir væru ekki á eitt sáttir um gang leiksins. „Það hlíta allir leikreglum og allir vita að dómarinn ræður. Aldrei er skipt um reglur í miðjum leik til að knýja fram úrslit sem er yfirvöldum, flölmiðlum eða einhveijum áhrifahópum þóknanleg í hita leiksins," sagði Björgólfur á Viðskiptaþingi og vöktu þessi orð hans athygli og ijölmiðlar vitnuðu stíft í ræðu hans. Þegar jrfirlýsingin kom hafði Fjármálaeftir- litið þá þegar lýst því yfir að það ætlaði sér að kanna hvort Landsbankinn væri með virkan eignarhiuta í íslandsbanka og hveijir væru eigendur framvirkra samninga sem bankinn hefði gert. Þrátt fyrir allan fréttaflutninginn af málinu hefur Landsbankinn sjálfur gert lítið úr kaupum sínum í Islandsbanka. I tilkynningu, sem send var út miðvikudaginn 11. febrúar, sagði Landsbankinn að hann ætti aðeins 4,39% eignarhlut í íslandsbanka og það væri alls ekki rétt að líta á Landsbankann og Burðarás, dótturfélag Eimskips sem bankinn á hlut í, sem einn aðila. „En þó svo það væri gert væri samanlagður eignarhluti þeirra í íslandsbanka aðeins 9,59%.“ Miðað við alla umræðuna dagana á undan fannst mörgum sem þessi tilkynning bankans hefði sérkennilegan blæ yfir sér - líkt og verið væri að draga í land - og að verið væri að afneita ættfræðinni; neita skyldleikanum á milli Landsbankans og Eimskips. Hver á hvað? Landsbankinn lagði þunga áherslu á að þótt hann væri skráður fyrir 7,74% eignarhlut í Islandsbanka þá væri framvirkur samningur við þriðja aðila um 3,35% af þeim eignarhlut. Það var hins vegar sérkennilegt að engin tilraun var gerð til þess af hálfu bankans að segja frá því hver þessi þriðji aðili væri og hversu óskyldur hann væri Lands- bankanum. Raunar drógu flestir þá ályktun að þarna væri Werners-fjölskyldan á ferð. Sömuleiðis var sleppt að segja frá því hver ætti 4,50% eignarhlutinn í Islandsbanka sem Lands- bankinn í Lúxemborg væri skráður fyrir. Vitað er að hann mun að mestu vera í eigu Werners-systkina sem eiga í það heila um 5,36% eignarhlut í íslandsbanka. Systkinin gerðu framvirkan samning við bankann um kaupin og mun greiðslan verða innt af hendi í apríl. En hefði ekki verið tilvalið að segja frá því hver ætti í raun eignarhlut Lands- bankans í Lúxemborg fyrst á annað borð var verið að leggja svo mikið upp úr að útskýra málið? Vissulega eru reglur um bankaleynd í Lúxemborg og íslandi strangar. En hefði bankinn og Werners-ijöl- skyldan ekki getað komið sér saman um þetta. Ekki síst þar sem bankinn lá orðið undir Innan íslandsbanka var mjög faríð að ræða um það í lok síðasta árs hvort Kaldbakur á Akureyri með þá Eirík S. Jóhannsson, Þorstein Má 7 t Baldvinsson og Jón Asgeir Jóhannesson innanborðs, myndi gera stórsókn á Islandsbanka í byijun þessa árs og reyna að ná þar stórum eignarhlut. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.