Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 58
MARKAÐSMÁL
Tvö af stærstu og þekktustu fyrirtækjum landsins, KB banki og Síminn:
Nýtt útlit - nýtt lógó
Tvö af þekktustu og stærstu fyrirtækjum landsins hafa kynnt nýtt útlit
og lógó/ KB banki og Síminn, og samtímis hrint í framkvæmd viða-
mikilli herferð. Formúlan hjá KB banka eru jákvæðar fréttir fyrir
viðskiptavini bankans en Síminn gerir út á notagildi tækninnar:
7/Við hjálpum þér að gera hugmyndirnar að veruleika".
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Auglýsingaformúlan hjá KB banka:
Jákvæðar fréttir fyrir viðskiptavini
Nafni Kaupþings Búnaðarbanka var breytt í KB banka í
byrjun ársins og um leið var nýtt lógó tekið upp. Nýja
merkið var kynnt til sögunnar um leið og hrint var úr
vör ýmsum jákvæðum fréttum, t.d. um helmingsafslátt af
debetkortafærslum, nýja tegund fasteignalána, hæstu vexti á
lífeyrissparnaði, útgjaldatryggingu og fasteignaþjónustu
enda segir Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri KB banka, að
stílað sé inn á það að viðskiptavinir bankans nái árangri með
því að vera í viðskiptum við KB banka.
Edda hefúr haldið utan um alla þræði sem tengjast mark-
aðsfræðslu bankans undir nýju nafni og merki. Auk stjórn-
enda bankans hafa auglýsingastofurnar Tunglið og Nonni og
Manni komið að verkinu ásamt ráðgjöfum á sviði almanna-
tengsla og ýmsum öðrum undirverktökum.
Nýjungum lofað Allt frá sameiningu Kaupþings og Búnað-
arbankans í iýrra var stefnan sett á að byija iýrsta heila starfs-
árið með nýjungum þar sem viðskiptavinir yrðu látnir njóta
góðs af stærð bankans og umfangi ef reksturinn myndi ganga
vel. Edda segir að reksturinn hafi gengið vel hjá KB banka
eins og flestum öðrum fjármálastofnunum. Loforðið hafi alltaf
verið það að brydda upp á ýmsum nýjungum um áramót og
Tómas Tómasson hönnuður og Anton Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri
Tunglsins.
A FÆRSLUGJOLDUM
DEBETKORTA;:::::,.......
i AF FRÉTTiNNI
Uj KB BANKI
Með skærunum er gefinn til kynna helm-
ingsafsláttur af debetkortafærslum til við-
skiptavina KB banka.
58