Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 52
Tilhneigingm er skýr. Flestar vestrænar þjóðir hafa sett eða velta fyrir sér að setja lög
gegn samþjöppun á íjölmiðlamarkaði. A Norðurlöndunum er þróunin þó eitthvað
hægari. Þar gilda almennar samkeppnisreglur, Noregur sker sig hins vegar úr.
Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Islands. „Þjóðir heims
standa frammi fyrir því að verja rétt almennings gagnvart þeim sem sölsa undir sig
mjög mikinn eignarrétt með stýrandi löggjöf sem beinist að því að þrengja eignar-
réttinn til að verja þetta raunverulega fjöregg sem er tjáningarfrelsi allra."
Mynd: Geir Ólafsson
Iflestum löndum Evrópu, Bandaríkjunum og jafnvel Ástralíu
hefur verið reynt að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun
á fjölmiðlamarkaði með sérstökum lögum. Þetta gildir þó
ekki á hinum Norðurlöndunum, utan Noregs, þó að þar eigi
sér vissulega stað umræða eins og hér á landi. Spurt er: Eiga
Islendingar að setja lög um eignarhald á ijölmiðlum? Já, Þor-
þjörn Broddason, prófessor í Ijölmiðlafræði við Háskóla
Islands, telur nauðsynlegt að setja í framtíðinni „einhverja
lagagrind utan um þetta til beina því inn í lýðræðisfarveg."
Þorbjörn bendir á að oft hafi verið vísað til prentfrelsisá-
kvæðis í stjórnarskrá Islands, tjáningarfrelsið talið heilagur
réttur og allar reglur til að hemja það til vandræða. „í þeirri
umræðu hefur stundum gleymst að markmið þess er ekki að
veita einstaklingum einkarétt til að
halda úti fjölmiðlum og halda öðrum
frá því. Markmiðið er að gæta réttar
alls almennings til að geta tjáð sig að
vild. Þegar einkaréttur einstaklinga
brýtur gegn hinu raunverulega tak-
marki tjáningarfrelsi getur niður-
staða löggjafarinnar orðið sú að það
þurfi að verja tjáningarfrelsið með
löggjöf. Þjóðir heims standa frammi fýrir því að verja rétt al-
mennings gagnvart þeim sem sölsa undir sig mjög mikinn
eignarrétt með stýrandi löggjöf sem beinist að því að þrengja
eignarréttinn til að verja þetta raunverulega ijöregg sem er
tjáningarfrelsi allra.“
Þorbjörn gagnrýnir útvarpsréttarnefnd og telur hana ekki
hafa mótað neina stefnu, t.d. að tryggja það að útvarps- og sjón-
varpsleyfi gangi ekki athugasemdalaust kaupum og sölum
þegar ljölmiðlalýrirtæki skipta um eigendur. Fjölmiðlarnir séu
allir í Ijárhagsvandræðum en tekist hafi að forða gjaldþroti ljós-
vakamiðlanna enda missi þeir leyfið við gjaldþrot og þar með
séu eignir búsins orðnar að engu. „Það eina sem maður biður
um er að löggjöf verði ekki sett í óðagoti," segir hann.
mmþjöppun eignnrhalds
17 lönd
52