Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 70
FUIMDIR OG RAÐSTEFNUR
Innilokaðar
konur
Ef ég á að nefna óvenjulega ráðstefnu
kemur strax í hugann ein sem ég fór á
árið 1996,“ segir Kristín Rafnar hjá Lands-
bankanum. „Hún var á vegum Management
International Europe og var haldin í Frakk-
landi, á litlu sveitahóteli rétt norðan af París.
Þarna voru sérfræðingar á ýmsum sviðum,
endurskoðendur, tölvunarfræðingar, við-
skiptafræðingar og læknar - og allt konur.
Þarna heyrði ég fyrst um fyrirbærið
„burnout" og það kom sér vel skömmu
seinna þegar ég komst í tæri við það sem
starfsmannastjóri og víst að ég gat fyrir vikið
brugðist rétt við. Líka var rætt um nýjungar
eins og „netting" og „mentor" (heyrði ég
þetta rétt?) og ýmislegt fleira. En það sem
var merkilegast eða öllu heldur eftirminni-
legast við þetta var að við fórum ekkert út úr húsinu í fimm
sólarhringa, heldur vorum lokaðar inni allan tímann. Það var
vegna þess að veðrið var svo vont að ekki var hundi út sigandi.
Af því sem fram fór á ráðstefnunni sat margt eftir. Meðal
annars það hve staða
íslenskra kvenna var í
raun og veru góð miðað
við aðrar konur í
ábyrgðarstöðum í
Evrópu. Þær voru sumar
hverjar á nálum og rúm-
lega það varðandi starfið,
varðandi hugsanleg
mistök í starfi og þar fram
eftir götunum. Sumar
kvennanna voru hreinlega
að fara yfir um og mér er
minnisstæð ein írsk sem
var illa stödd og ég gat
alveg séð fyrir mér allt
óréttlætið heima hjá henni,
varðandi mál eins og fóstur-
eyðingar.
Eg var svolítið hissa á því
hvað ég og reyndar við
báðar, sem komum frá
Islandi, vorum lítið stress-
aðar og höfðum það gott. Þó
var ég með tvö lítil börn, útivinnandi og í kreijandi starfi og
maðurinn minn einnig. Síðan þá hefur streitan aukist veru-
lega hjá íslenskum konum, í takt við streitu þeirra erlendu, og
við höfum færst nær veruleikanum sem þær búa við.“ 33
ef?íahafnar heafUr Víða farið e" Þó best
samfleytt SÓ'arhrÍ"9a
„The tornado shelter is this way!“
Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á íslandi hf.
Eg fer reyndar ekki mikið á ráðstefnur erlendis, miklu frek-
ar vinnufundi og námskeið þar sem Alcan fólk úr öllum
áttum kemur saman. Fyrirtækið starfar í 63 löndum og þvi
eru þessar samkomur oft bráðskemmtilegar. Þótt allir starfs-
menn þekki vel áherslu fyrirtækisins á öryggismál, þá kemur
mörgum á óvart að allir stærri fúndir byrji á öryggismálum -
þar sem farið er yfir flóttaleiðir úr fundarherbergi, staðsetn-
ingar á slökkvitækjum o.s.frv. Eins og mörgum öðrum fannst
mér þetta frekar óvenjulegt til að byrja með, en nú er þetta sjálf-
sagður hlutur og ég hef tileinkað mér þennan þankagang í
mínum eigin tíma. Engu að síður er mér minnisstæður fundur
sem ég sat í Kentucky í Bandaríkjunum, þar sem fundarstjór-
inn sagði í lok upphafsorða sinna: „... and the tornado shelter is
down the hall to your right.“ Þótt hvirfilbylir séu ekki daglegt
brauð á þessum slóðum hafa þeir valdið usla og í þessu álveri
var hægt að leita athvarfs í sérstökum skýlum sem staðsett
voru víða um svæðið. Það kom sem betur fer ekki til þess að
við þyrftum að nota þessi skýli, en það er gott að vita af þeim
næst þegar maður á leið þarna um.“ S3