Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 26
FORSÍÐUGREIN - KAUPIN í ÍSLANDSBANKA
Gengi hlutabréfa í íslandsbanka hefur hækkað um 19% frá
áramótum.
Björgólfur hefur verið sérlega virkur og afkastamikill undan-
farna mánuði og mjög í kastljósi viðskiptanna. Þess vegna er
gaman að ritja upp orð hans um „lægri öldur og tryggari
heimkomu“ þegar hann í endaðan ágúst sl. sendi tilkynningu
frá sér um að þeir feðgar hefðu skipt með sér verkum og að
hann ætlaði að einbeita sér að Landsbankanum en Björgólfur
Thor að Pharmaco. Ennfremur var sagt frá því að Björgólfur
Thor hefði keypt föður sinn út úr Pharmaco og að þeir ættu
eftir þau viðskipti jafnan hlut í Samson, 42,5% hvor, á móti
Magnúsi Þorsteinssyni sem ætti 15%. En helsta eign
Samsonar er Landsbankinn þar sem Björgólfur er formaður
bankaráðs.
En förum betur ofan í orð Björgólfs í þessari frétta-
tilkynningu: „Þá fylgir áhætta starfsemi lyfjafyrirtækis á
alþjóðlegum samkeppnismarkaði og vildi ég setja fé mitt í
starfsemi þar sem gerð er lægri krafa um ávöxtun eins og í
bankastarfsemi. Það er meira að skapi yngri manna að
standa í áhættusömum íjárfestingum og gera háa ávöxtunar-
kröfu. Eg hef siglt þann krappa sjó en kýs nú lægri öldur og
tryggari heimkomu."
Síðan þessi orð féllu fyrir sex mánuðum hefur Björgólfur
verið í eldlínu viðskiptanna sem aldrei fyrr og notið vin-
sælda á meðal fólks - þótt skynja megi glöggt eftir banka-
blúsinn að undanförnu að hann sé eitthvað orðinn
umdeildari en áður. ffl
Lífeyrissjóður verslunarmanna:
Fékk tilboð
í 5% hlut
Stærsti hluthafinn í íslandsbanka, Lífeyrissjóður
verslunarmanna, sem á þar 8,1% eignarhlut, fékk í
síðustu viku tilboð í 5% af hlut sínum í bankanum.
Tilboðinu var ekki tekið þar sem Iifeyrissjóðurinn vildi fá
mun hærra verð en gengið 7,85 sem boðið var - þar sem um
svo stóran hlut væri að ræða. Ekki hefur verið upplýst hver
tilboðsgjafmn var. En innan viðskiptalífsins er sterkur
orðrómur um að það hafi verið KB banki, annað hvort á eigin
vegum eða fyrir hönd einhverra annarra. Eins og gefur að
skilja spurðu allir sig að því hvort það hafi verið Lands-
bankinn, en bankinn hefur neitað því staðfastlega í fyil-
miðlum. Haft var eftir Þorgeiri Eyjólfssyni, forstjóra Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, í Morgunblaðinu að sjóðurinn sé
reiðubúinn til að selja allan hlut sinn í íslandsbanka fyrir rétt
verð - þó ekki hafi fylgt sögunni hvaða verð það sé.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn seldi Landsbankanum 3%
eignarhlut i Islandsbanka í lok janúar og Lífeyrissjóðirnir
Bankastræti 7 (ríkisstarfsmanna) seldu allan sinn eignarhlut
í bankanum, 4,8%, til Landsbankans.
Þegar Orcahópurinn sálugi reyndi að komast yfir
Islandsbanka stóðu lífeyrissjóðirnir þétt saman og var haft á
orði að þeir myndu aldrei selja Orcahópnum eignarhluti
sína svo hann kæmist til valda. Sama hvaða verð væri boðið.
Síðar kom á daginn að Orca-hópurinn var ekki eins fjár-
hagslega sterkur og flestir töldu. Það voru hlekkir í keðj-
unni sem gáfu sig. 35
26