Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 106
Sölu- og þjónustufulltrúar fyrirtækjasviðs ásamt framkvæmdastjóra og deildarstjóra.
Myndir: Geir Ólafsson
Fyrirtækjaþjónusta Pennans:
Sparnaður og lækkun
rekstrarkostnaðar
Okkar markmið er að veita fyrirtækjum ráð-
gjöf í því skyni að þau nýti betur starfsfólk,
húsnæði og búnað sinn,“ segir Guðni
Jónsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs
Pennans. „Við höfum á að skipa sérfræðingum
sem veita ráðgjöf við innkaup á ritföngum,
húsgögnum, ljósritunarvélum, prenturum og
tölvum. Með því að nýta sér ráðgjöf okkar er
hægt að fækka og stækka pantanir og kaupa réttu hlutina fyrir
reksturinn. Fyrirtækin geta fækkað birgjum sínum með þvi að
hafa Pennann sem birgi í öllum vöruflokkum Pennans og geta
þannig sparað verulega í sambandi við innkaup, meðhöndlun
reikninga og fleiru. Við bjóðum fyrirtækjum að eiga
lágmarkslager af helstu söluvörum okkar og nýta sér
áfyllingarþjónustu Pennans. Þeir sem eru með þetta fyrir-
komulag fá sölumenn okkar í heimsókn með reglulegu milli-
bili og hann tekur niður pöntun og starfsmenn viðkomandi
fyrirtækis þurfa lítið sem ekkert að koma nálægt því.“
Stærri aðilar geta gert heildarsamninga við
Pennann um öll viðskipti sín og þannig notið
bestu kjara. Það þýðir talsvert mikinn sparnað
fyrir viðskiptavini.
ÁRATUGA REYNSLA Guðni segir mikið lagtupp
úr langtímaviðskiptasamböndum og góðri þjón-
ustu, enda sé litið á fyrstu pöntun sem upphaf að
löngu og góðu viðskiptasambandi.
„Styrkur okkar felst meðal annars í því að vera með gæða-
vöru á góðu verði og mjög langan ábyrgðartíma á vörum
okkar,“ segir Guðni. „Við bjóðum upp á vörumerki sem verið
hafa til í Pennanum í allt að 70 ár og eru löngu landsþekkt. Hér
er mesta úrval ritfanga á landinu öllu og við erum leiðandi í
skrifstofuhúsgögnum og getum sýnt þau í glæsilegum sýn-
ingarsölum í Reykjavík og á Akureyri. Þess má geta að
Penninn starfrækir eigin framleiðslu og smíði á húsgögnum í
tveimur trésmiðjum.
Nýr vörulisti Fyrir-
tækjaþjónustu
Pennans er yfir-
gripsmikill, enda um
300 bls. að stærð.
106