Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 29
formaður?
Víglundur Þorsteins-
son er einn þeirra
sem vill Einar ■ for-
mennskuna.
Helgi Magnússon er
einn þeirra sem
þrýstir á að Einar fái
formennskuna.
Jón Snorrason, fv. for-
stjóri Húsasmiðjunnar.
Erfitt að átta sig á hans
stöðu.
forstjórar dótturfélaga. í sjálfu sér er þetta ekki mjög flókið þó það flæki málið
óneitanlega hafi Kristján áfram áhuga á að sitja í bankaráði og hvað þá ef hann
sækist þar eftir formennsku.
Núverandi bankaráð íslandsbanka er skipað þeim Kristjáni Ragnarssyni,
Einari Sveinssyni, Víglundi Þorsteinssyni, Helga Magnússyni, Jóni Snorra-
syni (fv. forstj. Húsasmiðjunnar), Guðrúnu Lárusdóttur og Guðmundi B.
Olafssyni Oögfræðingi).
Karl Wernersson Fullvíst er talið að Karl Wernersson sækist eftír setu í
bankaráðinu og hann flýgur auðvitað inn í krafti þess að Landsbankinn,
Burðarás og Wernerssystkini eru með yfir 18% eignarhlut í bankanum -
eignarhlut sem skilar a.m.k. tveimur mönnum inn í bankaráðið.
Ekki er vitað hvað Landsbankinn muni gera. Fjármálaeftirlitið gefur
bankanum örugglega ekki færi á að setja einhvern af sínum mönnum í stjórn
bankans og líklegast ekki heldur fúlltrúa Burðaráss. Það væri litið á það sem
ögrun af hálfu íslandsbankamanna. Líklegt er því að bankinn styðji við bakið
á einhverjum sér þóknanlegum og horfa menn helst til einhvers í Werners-
fiölskyldunni í þeim efnum, eða einhvern sem fjölskyldan vill fá í stjórn sem
meðspilara.
Guðrún Otj Guðmundur Úti Gangi þetta eftír er ljóst að Guðrún Lárusdóttir
og Guðmundur B. Ólafsson eru úti - það fer að vísu eftir því hvað Kristján
ætlar að gera. Jón Snorrason er talinn öruggur inni. Erfitt er að gera sér grein
íyrir þvi hvort einhverjir fleiri banki á dyr bankaráðsins. Eitthvað mun það
hafa verið orðað að Valur Valsson, fyrrum bankastjóri bankans, gæti komið
til greina inn í bankaráðið. Það er talið mjög hæpið, hann er
svo nýhættur sem forstjóri og sú nálægð myndi þvælast
fyrir honum.
En komi til kosninga í bankaráð íslandsbanka geta það
orðið spennandi kosningar. Eignarhaldið er svo dreift að
eignarhlutur upp á 4 til 6% gæti gefið raunhæfa möguleika
á að koma manni inn verði mæting lítil og einhveijir banka-
ráðsmenn fái fljúgandi kosningu með talsvert umfram-
magn atkvæða. [£]
Rætt er um að 7 til 8%
fylgi dugi til að koma
manni inn í bankaráðið
ef hluthafar skráðir fyrir
um 60% atkvæðamagni
mæta á fundinn.
flldrei eins
auðvelt að
komast inn í
bankaráðið?
Því er haldið fram að aldrei hafi verið eins
auðvelt að komast inn í bankaráð íslands-
banka og núna. Það getur þýtt að fleiri íhugi
framboð en ella og þar með aukist likurnar á
að kosið verði í bankaráðið.
Kaup Landsbankans, Burðaráss og
Wernerssystkina á yfir 18% hlut í Islands-
banka hefur áhrif á það hvernig næsta
bankaráð íslandsbanka verður skipað. Þessi
eignarhlutur tryggir a.m.k. tvo menn af sjö
inn í bankaráðið. Rætt er um að 7 til 8% fylgi
dugi til að koma manni inn í bankaráðið ef
hluthafar skráðir fyrir um 60% atkvæðamagni
mæta á fundinn.
Ef fundarsókn verður minni og hluthafar
með um helming alls atkvæðamagns í félaginu
mæta þá þarf ekki nema um 6% fylgi til að
komast inn. Þá er gert ráð fyrir jafnri dreifingu
atkvæða. (Formúlan er: Mætt atkvæða-
magn/8 (þ.e. tjöldi stjórnarmanna +1)).
En fái einhverjir tveir til þrír fylgi upp á 12
til 14% atkvæða í fyrstu sætin þá þarf síðasti
maðurinn inn í bankaráðið, sá sjöundi,
kannski ekki nema 4 til 5%
atkvæða til að komast inn.
Þetta stafar allt af því að
eignaraðildin að bankanum
er orðin mjög dreifð og
minni hluthafarnir eiga meiri
möguleika á að komast inn
og verða kosnir. 03
29